Fótbolti

Forráðamenn Barcelona ferðast til Parísar í dag og ræða við PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar.
Neymar. vísir/getty
Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, og stjórnarmaðurinn Javier Bordas munu í dag ferðast til Parísar og ræða við PSG um möguleg félagaskipti Neymar.

Félagaskiptinn hafa í raun verið í umræðunni frá því að sumarglugginn opnaði en nú virðist sem að eitthvað sé að gerast í málunum.







Abidal og Bordas munu ræða við forráðamenn PSG um félagaskipti Brasilíumannsins knáa en hann hefur valdið miklum vandræðum hjá PSG í sumar. Stuðningsmenn PSG eru ekki sáttir.

Neymar hefur spilað með PSG frá því um sumarið 2017 en þar áður hafði hann spilað í fjögur ár með Barcelona þar sem hann fór algjörlega á kostum.

Félagaskiptaglugginn á Spáni lokar 2. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×