Pólitísk dauðafæri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun