Erlent

ASAP Rocky hlaut dóm í Svíþjóð

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi.
Aðdáendur bandaríska rapparans A$AP Rocky eru ánægðir með að hann hafi verið leystur úr haldi. Getty/Ray Tamarra
Bandaríski rapparinn ASAP Rocky, sem heitir Rakim Mayers, hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar eftir að hafa verið fundinn sekur um líkamsárás í Stokkhólmi í Svíþjóð.

Þessi þrítugi rappari var viðriðinn slagsmál í höfuðborg Svíþjóðar í júní síðastliðnum.

Honum var haldið í nærri því heilan mánuð í gæsluvarðhaldi en var sleppt skömmu áður en dómurinn var kveðinn upp í málinu gegn honum.

Tveir af meðlimum fylgdarliðs hans, Bladimir Corniel og David Rispers, voru einnig fundnir sekir um líkamsárás.

Dómurinn var kveðinn upp í málinu í dag og er greint frá honum á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Í tilkynningu frá dómstólnum kom fram að alvarleiki árásarinnar hafi ekki verið af þeim toga að grípa þurfti til fangelsidóms við ákvörðun refsingar.


Tengdar fréttir

A$AP Rocky laus úr haldi og kveðst auðmjúkur eftir erfiða reynslu

Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi eftir að hafa verið í fangelsi nær allan júlímánuð. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×