Hugleiðing um mögulega rökvillu Ástþór Ólafsson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun