Hverjir geta keypt? Logi Einarsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Íbúðalánasjóði fer hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hækkandi, sem þýðir að fleiri hafa getað lagt fyrir eða fengið aðstoð til fyrstu kaupa. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fjallaði um þetta í Fréttablaðinu í gær og þakkar aðgerðum ríkisstjórnarinnar árangurinn. Það gleður mig auðvitað að fleiri geti keypt sína fyrstu íbúð – en hverjir eru það sem geta keypt og hverjir ekki? Húsnæðismál hafa verið í öngstræti síðustu ár. Ungt og/eða efnalítið fólk hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn á sama tíma og skortur hefur verið á leiguíbúðum og leiguverð of hátt. Ofan á það bætist að ekki er nægjanlegt framboð af félagslegu húsnæði sveitarfélaga fyrir þau allra efnaminnstu. Einn hópur hefur alveg setið eftir: fólkið sem er með lægstar tekjur og á þ.a.l. erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, en er þó ekki nægilega efnalítið til að fá úthlutað félagslegu húsnæði. Allt frá því að flokkur Lilju stóð að því óhappaverki með Sjálfstæðisflokknum að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðgerðir síðustu ríkisstjórna hafa gagnast þeim mest sem þurfa síst á hjálp að halda; tekjuhæstu og eignamestu landsmönnunum. Þeir síðarnefndu fengu m.a. bróðurpart af 72 milljörðum í sinn hlut með „Leiðréttingunni“ svokölluðu og séreignarsparnaðarleiðin gagnast tekjuháum best. Auk þess gefst þeim efnameiri kostur á hagstæðari lánum en öðrum hjá lífeyrissjóðum landsins. Eignaójöfnuður hefur aukist á Íslandi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frekar aukið þá misskiptingu. Eftir sitja fjölskyldur með lágar og meðaltekjur, þær sem helst þurfa á aðstoð að halda við að komast inn á fasteignamarkaðinn, úrræðalausar á óstöðugum leigumarkaði. Millitekjufólk sem nær nokkurn veginn að brúa bilið hefur auk þess ekki sama aðgang og þeir best stöddu að hagstæðustu lánunum sem veita bestu mögulegu vextina. Ég fagna því auðvitað að fleira ungt fólk geti keypt húsnæði og óska því velfarnaðar. En við þurfum annars konar ríkisstjórn, sem gætir að því að fleiri hópar búi við húsnæðisöryggi en þeir best stöddu.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar