19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira