Fótbolti

Horfir á markið sem hann skoraði í úrslitaleiknum á hverju kvöldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison var nokkuð sáttur með markið sem hann skoraði úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar.
Richarlison var nokkuð sáttur með markið sem hann skoraði úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. vísir/getty
Richarlison, leikmaður Everton, skoraði markið sem gulltryggði Brasilíu sigur á Perú í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar á heimavelli í sumar. Hann er svo ánægður með markið að hann horfir á það á hverju einasta kvöldi.

Richarlison skoraði þriðja mark Brasilíu úr vítaspyrnu á lokamínútu úrslitaleiksins. Brassar unnu, 3-1, og urðu þar með Suður-Ameríkumeistarar í fyrsta sinn frá 2007.

„Ég hef horft á markið á hverju einasta kvöldi. Þetta tók tíma að síast inn, hvað við afrekuðum í raun og veru,“ sagði Richarlison.

Hann var í byrjunarliði Brasilíu í byrjun Suður-Ameríkukeppninnar en veiktist svo af hettusótt fyrir leikinn gegn Paragvæ í 8-liða úrslitum.

„Þetta var mikið afrek, sérstaklega í ljósi erfiðleikanna sem ég lenti í á meðan mótinu stóð. Þetta var erfitt og að einhverju leyti kraftaverk að ég hafi verið svona fljótur að jafna mig.“

Richarlison hefur skorað sex mörk í 13 landsleikjum fyrir Brasilíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×