Við erum regnboginn Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 08:00 Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hinsegin fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks. Í Gleðigöngunni í dag verða einstaklingar á öllum aldri, af öllum kynhneigðum og öllum kynjum. Öll eigum við það þó sameiginlegt að í dag göngum við í nafni gleðinnar, sýnileikans og baráttunnar fyrir réttindum okkar í fortíð og nútíð. Sumt fólk lítur svo á að best færi á því að við værum svolítið hljóðlátari, svolítið ósýnilegri. En staðreyndin er sú að árið 2019 tökum við okkur loksins það pláss í samfélaginu sem okkur var allt of lengi neitað um. Við ætlum aldrei aftur inn í skápinn. Gleðigangan er frelsisganga. Saga hinsegin fólks er mörkuð af erfiðri baráttu og áföllum, en í dag erum við glöð og stolt. Við erum stolt fyrir þau okkar sem aldrei gátu verið það. Við erum stolt svo þau sem koma á eftir okkur þurfi aldrei að skammast sín. Ekkert barn á nokkurn tímann aftur að þurfa að efast um tilverurétt sinn og rétt til lífshamingju. Við erum stolt í dag, þótt samfélagið segi okkur stundum að við eigum ekki að vera það. Á Hinsegin dögum birtist regnboginn okkar allra stór og bjartur. Sólin þarf vissulega bara að skína í gegn um einn dropa til þess að ljós brotni og endurkastist. En það þarf dropafjöld til þess að mynda regnbogann. Munum, á Hinsegin dögum og alla aðra daga ársins, að við erum sterkust þegar við stöndum saman. Við erum ekki frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar