Sagt upp störfum eftir að hafa rétt ferðalangi miða sem á stóð: „Þú ljótur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2019 20:12 Konan rétti Strassner miðann eftir að hann fór í gegnum vopnaleitarhlið. Skjáskot Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Sjá meira
Öryggisstarfsmanni á Greater Rochester-alþjóðaflugvellinum hefur verið sagt upp störfum eftir að hafa rétt farþega sem ferðaðist í gegn um flugvöllinn miða þar sem honum var tjáð að hann skoraði ekki hátt þegar kæmi að hefðbundnum fegurðarstöðlum, að mati starfsmannsins. „Þú ljótur“ (e. You ugly) stóð á miðanum sem starfsmaðurinn rétti Neal Strassner þegar hann fór í gegn um öryggisleit flugvallarins í lok júnímánaðar. Strassner segist nýlega hafa fengið upptöku úr öryggismyndavél flugvallarins þar sem starfsmaðurinn sést rétta honum miðann. „Ég hringdi í flugvöllinn og reyndi að fá upplýsingar. Þau sögðu mér að ég yrði að eiga málið við sýsluna. Ég hringdi þangað og þau sögðu að ég gæti nálgast upptökuna á grundvelli laga um upplýsingafrelsi,“ hefur fréttastofa NBC eftir Strassner.„Þú ljótur!!!“ Miðinn sem um ræðir.Neal StrassnerEftir að hafa fengið miðann í hendurnar gekk Strassner frá öryggisleitarhliðinu þegar starfsmaðurinn kallaði á eftir honum: „Ætlarðu að opna miðann?“ Strassner segist hafa orðið mjög ringlaður. Hann hafi horft undrandi á miðann og hugsað með sér hvað þetta væru skrýtnar aðstæður. Strassner segist í samtali við fjölmiðla vestanhafs ferðast vikulega í gegn um flugvöllinn sökum vinnu sinnar. Hann hafi haft samband við flugvöllinn samdægurs atvikinu til þess að skila inn formlegri kvörtun. Honum hafi þá verið ráðlagt að ræða við yfirmann öryggisleitarinnar í næstu ferð sinni í gegn um flugvöllinn. Hann hafi gert það, en sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að honum hafi ekki verið trúað. Starfsmaðurinn sem um ræðir var ekki á mála hjá flugvellinum, heldur hjá öryggisverktakafyrirtæki sem fer með öryggismál á vellinum. Segir Strassner fyrirtækið hafa lofað því að hafa samband við hann ekki síðar en 13. ágúst vegna málsins. Hann heyrði hins vegar ekkert frá fyrirtækinu og brá þá á það ráð að hlaða myndbandi af atvikinu upp á spjallborðssíðuna Reddit síðastliðinn fimmtudag. Innan tveggja tíma eftir að myndbandið fór þar inn hafði fyrirtækið samband og hefur nú sagt starfsmanninum upp.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Sjá meira