Bæjarfulltrúi minnihlutans telur óeðlilega staðið að afgreiðslu nýs leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. ágúst 2019 22:05 Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi. Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Oddviti minnihlutans í Árborg segir að ekki hafi verið farið að leikreglum þegar eiginmaður bæjarfulltrúa var ráðinn til að hanna lóð undir nýjan leikskóla á Selfossi. Forseti bæjarstjórnar vísar ásökunum um spillingu á bug. Í Dísarstaðarlandi á Selfossi stendur til að reisa nýjan sex deilda leikskóla. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta, gerir þó athugasemdir við hvernig staðið hefur verið að málinu við afgreiðslu þess innan sveitarfélagsins. „Formaður nefndarinnar, eða sú sem stýrir þessum hóp. Maðurinn hennar er hönnuðurinn að lóðinni. Ég hef ekkert út á hann að setja, um hans vinnubrögð. Aftur á móti finnst mér þetta mjög óeðlilegt og það er það sem menn hafa verið að tala um við mig. Að þeim finnist óeðlilegt að það hafi ekki verið boðið út eða hún hreinlega vikið frá þessari nefnd,“ segir Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-lista í Árborg. Ákveðið var að byggja leikskóla sambærilegan þeim þegar hefur verið byggður í Hveragerði og reynst vel. Samband var því haft við arkitekta og framkvæmdaaðila sem komu að því verkefni. Í samtali við fréttastofu segist bæjarfulltrúinn hafa stigið úr nefndinni um leið og gagnrýni kom fram. Hún telji ekkert athugavert við framkvæmdina. Forseti bæjarstjórnar tekur í sama streng. „Við sjáum svo sem ekkert athugavert við það og fólk verður að geta stundað sína vinnu. Þetta er ekki bein ráðning sveitarfélagsins, þannig að það er ekkert hægt að tala um það að þarna sé einhver klíka í gangi. En í ljósi þessarar umræðu, þegar hún kom upp, þá taldi viðkomandi bæjarfulltrúi að það væri óþarfi að sitja í byggingarnefnd áfram og láta það líta eitthvað illa út. Þannig að hún vék þá úr nefndinni til að taka af allan vafa um að hún væri ekki þar innanborð að hylla einhverjum ákveðnum,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar.Fór þessi framkvæmd þá ekki í eðlilegt útboðsferli?„Jú, það var í raun og veru bara kannað með nokkrum aðilum og skoðað hvað væri í boði og gerður verðsamanburður og þetta var niðurstaðan,“ segir Helgi.
Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“