Bíó og sjónvarp

Baltasar og Nikolaj Coster-Waldau borðuðu saman á Matarkjallaranum

Andri Eysteinsson skrifar
Coster-Waldau lék Jaime Lannister í Game of Thrones.
Coster-Waldau lék Jaime Lannister í Game of Thrones. Getty/Jeff Kravitz
Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau hefur undanfarna daga dvalið hér á landi. Íslandsvinurinn Coster-Waldau er einn þekktasti leikari Danmerkur og hefur undanfarin ár gert garðinn frægan í hlutverki riddarans Jaime Lannister í HBO þáttunum Game of Thrones sem sýndir voru á Stöð 2.

Á Instagramsíðu sinni birti Daninn myndband þar sem hann útlistaði ferðaplan næstu vikna. Sagðist hann verða á landinu í viku áður en hann héldi til Grænlands og þaðan væri förinni heitið á myndasöguhátíðina Bubbafest í Knoxville í Tennessee.

 
 
 
View this post on Instagram
Bubbafest.com

A post shared by Nikolaj Coster-Waldau (@nikolajwilliamcw) on Aug 17, 2019 at 2:53am PDT

Ekki er um að ræða fyrstu Íslandsheimsókn danans en hann hefur sótt landið heim í frítíma sínum í tvígang hið minnsta. Fyrst árið 2017 og aftur fyrr á þessu ári.

Síðasta fimmtudagskvöld sást til leikarans snæða á veitingastaðnum Restó á Rauðarárstíg. Þar tók hann sér tíma til að taka af sér mynd ásamt starfsfólki staðarins og aðdáendum, ekki liggur fyrir hvort Coster-Waldau hafi verið enn á ferð.

Coster-Waldau var þó ekki einn á ferð er hann sótti Matarkjallarann heim á föstudagskvöld. Samkvæmt heimildum Vísis sat hann þar og naut kvöldsins með leikstjóranum Baltasar Kormáki.

Í svari við fyrirspurn Vísis um hvort samstarf á milli Baltasars og Coster-Waldau væri á döfinni, kvaðst Baltasar Kormákur ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Nikolaj Coster-Waldau á Íslandi

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.