Grasið er grænast í Dalnum Þórlindur Kjartansson skrifar 2. ágúst 2019 08:00 Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstafanir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí. Þetta hefur leitt til þess að margt sama fólkið og rigndi niður á Íslandi í júlísúldinni 2018 hefur mátt þola linnulausar blíðviðrisfréttir frá heimahögunum nú í sumar. Myndir af berrössuðum börnum að hoppa í lækjum, léttklæddu fólki flatmagandi við sundlaugarbakka og brosandi fjallagörpum í brakandi sól á tindum fjalla og breiðum jökla hafa fyllt snjallsímaskjái þeirra Íslendinga sem yfirgáfu landið um hásumar til að húka á flugvöllum og stikna svo í sumarhitum Evrópu. Og nú er runnin upp helgin sem markar fyrir flestum endalok hásumarsins og hægfara innreið raunveruleikans. Það byrjar rólega, en brátt fer að þykja viðeigandi á vinnustöðum að pota kurteisislega í fólk og heimta upplýsingar um „stöðu mála“ sem sett voru til hliðar í júní. Tölvupósthólfin fara smám saman að fyllast af slíkum innheimtubréfum. Eftir að hafa náð að slaka á og njóta sumarsins; hvort sem er innanlands eða erlendis, þurfa flestir að setja sig á ný í stressuðu stellingarnar og byrja að venja sig við þá hugsun að sumarið sé að líða, alltof fljótt.Hefðirnar Mikil verðmæti eru fólgin í því að samfélag fylgi sameiginlegum takti. Jafnvel þótt það geti verið freistandi að slá stundum hlutum á frest þegar það hentar, þá eru oft yfirgnæfandi verðmæti fólgin í því að halda við hefðum og góðum venjum. Dæmi um það er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Hún var haldin fyrst árið 1874, en þá voru sambærilegar hátíðir, þjóðmenningarhátíðir, haldnar víða um land til þess að fagna þúsund árum Íslandsbyggðar, afhendingu nýrrar stjórnarskrár og heimsókn Kristjáns níunda Danakonungs. Hún mun vera röng sú útbreidda saga að Eyjamenn hafi haldið hátíðina í Herjólfsdal þar sem veður hafi hamlað þeim ferð upp á land. Það stóð alltaf til að halda hátíðina í Herjólfsdal og við það var staðið þann 2. ágúst, fyrir nákvæmlega 145 árum. Vestmannaeyingar kunnu svo vel að meta þessi hátíðarhöld að sterk hefð þróaðist fyrir hátíð í Dalnum um þetta leyti árs, og hefur hún haldist óslitið frá 1915, en þjóðhátíð féll niður vegna heimsstyrjaldar árið 1914. Þessi tími árs hentaði vel til hátíðarhalda, eins konar uppskeru eftir úteyjaveiði og sumarvertíð. Reyndar voru Eyjamenn ekki þeir einu sem gerðu atlögu að því að viðhalda hátíðarhöldum eftir 1874 en alls staðar annars staðar en í Vestmannaeyjum aflagðist siðurinn þó fljótlega, löngu áður en hann náði að festa rætur sem siður eða hefð.Að halda kúrs Mjög vandasamt er að viðhalda góðum hefðum þannig að þær hvorki staðni vegna íhaldssemi eða afmyndist vegna tækifærismennsku. Allar stofnanir sem lifað hafa í margar kynslóðir þekkja hversu vandrataður þessi vegur er; eins og sést á kaþólsku kirkjunni sem baðst árið 2008 afsökunar á því að hafa dæmt Galileó í fangelsi fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólina á sautjándu öld. En þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefur ratað þennan stíg vel. Eftirvænting fólks á öllum aldri er raunveruleg og sönn. Gestir sem telja sig vera að koma á útihátíð uppgötva að bak við töfra þjóðhátíðarinnar eru djúpstæðar rætur. Þeir sem telja sig vera að mæta á forneskjulega hátíð uppgötva að helsta einkenni hefðarinnar er einmitt að vera ætíð vettvangur fyrir það nýjasta, ferskasta og besta. Rætur þjóðhátíðar eru nægilega sterkar til þess að þola rækilegan hristing. Þjóðhátíð hefur verið haldin í ýmiss konar veðri og vindum í gegnum söguna og hefur mismikill bragur verið á hátíðarhöldunum. Á síðustu áratugum hefur þjóðhátíðin orðið að hálfgerðri sameign allrar þjóðarinnar því fjölmargir Íslendingar, sem lítil tengsl hafa við Eyjar, eignast smám saman hluti í hefðunum með því að mæta ár eftir ár og gerast Eyjamenn í nokkra daga á hverju ári. Þeir vita að það verður aldrei hætt við að halda þjóðhátíð, hvað sem á bjátar og hvernig sem viðrar.Græna grasið Fróðlegt verður að sjá hvernig miðapantanir í flug til útlanda í júlí 2020 þróast nú þegar veturinn nálgast. Það er hættuspil fyrir sóldýrkendur að stóla á íslenska veðráttu í júlí, þótt þetta ár hafi reynst bjart. Sumarið 2018 lagði fyrir okkur gildru sem leiddi til þess að margir misstu af mörgum dýrðardögum í heimahögum. Og væri þá ekki dæmigert að veðrátta næsta sumars verði hörmung og óheppni þeirra tvöfaldist, sem misstu af yfirstandandi sumri? Það er auðvitað mikilvægt að geta brugðist við aðstæðum og festast ekki um of í hjólförum síns eigin vana eða ákvarðana þegar forsendur breytast. Margir Eyjamenn hafa lent í því að vera staðráðnir í því að vera fjarverandi á þjóðhátíð, en hitt svo sjálfa sig fyrir í Herjólfsdal áður en helgin er liðin. En það er önnur hlið á þeim peningi, nefnilega sú að það getur orðið býsna lýjandi að vera stöðugt á útkikki eftir einhverju betra en því sem maður hefur. Stundum borgar sig nefnilega alls ekki að vaða yfir lækinn, jafnvel þótt grasið sé sannarlega grænna hinum megin þá stundina. Það er aldrei að vita nema staðan verði orðin breytt þegar maður loksins kemst upp á hinn bakkann. Og stundum þarf maður að þola rigninguna brosandi í þeirri vissu að best sé að standa sem fastast í lappirnar þegar það freistar hvað mesta að hopa og hörfa. Sólin brýst ætíð fram að nýju—en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar reyndi veðráttan svo mjög á þolrif margra Íslendinga að þeir gerðu snemmbúnar ráðstafanir í vetur til þess að tryggja sér sól í júlí. Þetta hefur leitt til þess að margt sama fólkið og rigndi niður á Íslandi í júlísúldinni 2018 hefur mátt þola linnulausar blíðviðrisfréttir frá heimahögunum nú í sumar. Myndir af berrössuðum börnum að hoppa í lækjum, léttklæddu fólki flatmagandi við sundlaugarbakka og brosandi fjallagörpum í brakandi sól á tindum fjalla og breiðum jökla hafa fyllt snjallsímaskjái þeirra Íslendinga sem yfirgáfu landið um hásumar til að húka á flugvöllum og stikna svo í sumarhitum Evrópu. Og nú er runnin upp helgin sem markar fyrir flestum endalok hásumarsins og hægfara innreið raunveruleikans. Það byrjar rólega, en brátt fer að þykja viðeigandi á vinnustöðum að pota kurteisislega í fólk og heimta upplýsingar um „stöðu mála“ sem sett voru til hliðar í júní. Tölvupósthólfin fara smám saman að fyllast af slíkum innheimtubréfum. Eftir að hafa náð að slaka á og njóta sumarsins; hvort sem er innanlands eða erlendis, þurfa flestir að setja sig á ný í stressuðu stellingarnar og byrja að venja sig við þá hugsun að sumarið sé að líða, alltof fljótt.Hefðirnar Mikil verðmæti eru fólgin í því að samfélag fylgi sameiginlegum takti. Jafnvel þótt það geti verið freistandi að slá stundum hlutum á frest þegar það hentar, þá eru oft yfirgnæfandi verðmæti fólgin í því að halda við hefðum og góðum venjum. Dæmi um það er þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum. Hún var haldin fyrst árið 1874, en þá voru sambærilegar hátíðir, þjóðmenningarhátíðir, haldnar víða um land til þess að fagna þúsund árum Íslandsbyggðar, afhendingu nýrrar stjórnarskrár og heimsókn Kristjáns níunda Danakonungs. Hún mun vera röng sú útbreidda saga að Eyjamenn hafi haldið hátíðina í Herjólfsdal þar sem veður hafi hamlað þeim ferð upp á land. Það stóð alltaf til að halda hátíðina í Herjólfsdal og við það var staðið þann 2. ágúst, fyrir nákvæmlega 145 árum. Vestmannaeyingar kunnu svo vel að meta þessi hátíðarhöld að sterk hefð þróaðist fyrir hátíð í Dalnum um þetta leyti árs, og hefur hún haldist óslitið frá 1915, en þjóðhátíð féll niður vegna heimsstyrjaldar árið 1914. Þessi tími árs hentaði vel til hátíðarhalda, eins konar uppskeru eftir úteyjaveiði og sumarvertíð. Reyndar voru Eyjamenn ekki þeir einu sem gerðu atlögu að því að viðhalda hátíðarhöldum eftir 1874 en alls staðar annars staðar en í Vestmannaeyjum aflagðist siðurinn þó fljótlega, löngu áður en hann náði að festa rætur sem siður eða hefð.Að halda kúrs Mjög vandasamt er að viðhalda góðum hefðum þannig að þær hvorki staðni vegna íhaldssemi eða afmyndist vegna tækifærismennsku. Allar stofnanir sem lifað hafa í margar kynslóðir þekkja hversu vandrataður þessi vegur er; eins og sést á kaþólsku kirkjunni sem baðst árið 2008 afsökunar á því að hafa dæmt Galileó í fangelsi fyrir að halda því fram að jörðin snérist um sólina á sautjándu öld. En þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum hefur ratað þennan stíg vel. Eftirvænting fólks á öllum aldri er raunveruleg og sönn. Gestir sem telja sig vera að koma á útihátíð uppgötva að bak við töfra þjóðhátíðarinnar eru djúpstæðar rætur. Þeir sem telja sig vera að mæta á forneskjulega hátíð uppgötva að helsta einkenni hefðarinnar er einmitt að vera ætíð vettvangur fyrir það nýjasta, ferskasta og besta. Rætur þjóðhátíðar eru nægilega sterkar til þess að þola rækilegan hristing. Þjóðhátíð hefur verið haldin í ýmiss konar veðri og vindum í gegnum söguna og hefur mismikill bragur verið á hátíðarhöldunum. Á síðustu áratugum hefur þjóðhátíðin orðið að hálfgerðri sameign allrar þjóðarinnar því fjölmargir Íslendingar, sem lítil tengsl hafa við Eyjar, eignast smám saman hluti í hefðunum með því að mæta ár eftir ár og gerast Eyjamenn í nokkra daga á hverju ári. Þeir vita að það verður aldrei hætt við að halda þjóðhátíð, hvað sem á bjátar og hvernig sem viðrar.Græna grasið Fróðlegt verður að sjá hvernig miðapantanir í flug til útlanda í júlí 2020 þróast nú þegar veturinn nálgast. Það er hættuspil fyrir sóldýrkendur að stóla á íslenska veðráttu í júlí, þótt þetta ár hafi reynst bjart. Sumarið 2018 lagði fyrir okkur gildru sem leiddi til þess að margir misstu af mörgum dýrðardögum í heimahögum. Og væri þá ekki dæmigert að veðrátta næsta sumars verði hörmung og óheppni þeirra tvöfaldist, sem misstu af yfirstandandi sumri? Það er auðvitað mikilvægt að geta brugðist við aðstæðum og festast ekki um of í hjólförum síns eigin vana eða ákvarðana þegar forsendur breytast. Margir Eyjamenn hafa lent í því að vera staðráðnir í því að vera fjarverandi á þjóðhátíð, en hitt svo sjálfa sig fyrir í Herjólfsdal áður en helgin er liðin. En það er önnur hlið á þeim peningi, nefnilega sú að það getur orðið býsna lýjandi að vera stöðugt á útkikki eftir einhverju betra en því sem maður hefur. Stundum borgar sig nefnilega alls ekki að vaða yfir lækinn, jafnvel þótt grasið sé sannarlega grænna hinum megin þá stundina. Það er aldrei að vita nema staðan verði orðin breytt þegar maður loksins kemst upp á hinn bakkann. Og stundum þarf maður að þola rigninguna brosandi í þeirri vissu að best sé að standa sem fastast í lappirnar þegar það freistar hvað mesta að hopa og hörfa. Sólin brýst ætíð fram að nýju—en hún skín ekki á þá sem gefist hafa upp á biðinni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun