Ólafía Þórunn tekur þátt í Einvíginu á Nesinu Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. ágúst 2019 12:30 Ólafía Þórunn verður á meðal keppenda á Nesinu á mánudag vísir/getty Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram næstkomandi mánudag og verður það í 23.skipti sem mótið fer fram. Tíu kylfingum er boðið til leiks og er leikið í þágu Barnaspítala Hringsins. Keppendalistinn er afar vel skipaður í ár en sex atvinnukylfingar eru á meðal keppenda í mótinu sem verður með breyttu sniði í ár þar sem engin höggleikskeppni verður til að byrja með heldur hefst einvígið strax. Einn kylfingur fellur út á hverri holu þar til tveir standa eftir og berjast um sigur á 9.braut. Keppendalistinn 2019 er svohljóðandi.AXEL BÓASSON, GKRíkjandi Íslandsmeistari í golfi og atvinnukylfingur sem hefur leikið á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour. Axel hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi.BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON, GKGSigursælasti kylfingur Íslands í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi, sjöfaldur Íslandsmeistari. Leikreyndasti atvinnukylfingur Íslands frá upphafi og eini karlkylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.BJÖRGVIN SIGURBERGSSON, GKFjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og einn leikreyndasti keppniskylfingur Íslands. Hefur einu sinni sigrað í Einvíginu á Nesinu.GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, GRAtvinnukylfingur sem nýverið tryggði sér keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challange Tour. Hefur sigrað á þremur atvinnumótum á Nordic Tour mótaröðinni á þessu tímabili.GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR, GKAtvinnukylfingur úr GK og ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Guðrún Brá leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki, LET Access mótaröðinni. Hefur verið í fremstu röð á Íslandi undanfarin ár.HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS, GRAtvinnukylfingur úr GR sem leikur á Nordic Tour mótaröðinni. Íslandsmeistari í golfi 2012. Er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á risamóti í keppni atvinnukylfinga, Opna breska meistaramótinu 2018.NÖKKVI GUNNARSSON, NKKlúbbmeistari NK 2019 og þaulreyndur keppniskylfingur. PGA kennari og starfar sem íþróttastjóri NK.ÓLAFÍA ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, GRAtvinnukylfingur úr GR og Íþróttamaður ársins 2017. Tryggði sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð heims, fyrst allra íslenskra kylfinga. Er með keppnisrétt á Symetra Tour mótaröðinni í Bandaríkjunum og er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA. Þrefaldur Íslandsmeistari í golfi.ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON, GKGAtvinnukylfingur sem hóf ferilinn á Nesvellinum sem félagsmaður í NK. Íslandsmeistari í golfi 2009 og eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á PGA mótaröð atvinnumanna í Bandaríkjunum.RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, GRFjórfaldur Íslandsmeistari í golfi í kvennaflokki og ein þaulreyndasti keppniskylfingur Íslands. Ríkjandi meistari í Einvíginu á Nesinu og hefur því titil að verja. Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins í golfi, Einvígið á Nesinu, fer fram næstkomandi mánudag og verður það í 23.skipti sem mótið fer fram. Tíu kylfingum er boðið til leiks og er leikið í þágu Barnaspítala Hringsins. Keppendalistinn er afar vel skipaður í ár en sex atvinnukylfingar eru á meðal keppenda í mótinu sem verður með breyttu sniði í ár þar sem engin höggleikskeppni verður til að byrja með heldur hefst einvígið strax. Einn kylfingur fellur út á hverri holu þar til tveir standa eftir og berjast um sigur á 9.braut. Keppendalistinn 2019 er svohljóðandi.AXEL BÓASSON, GKRíkjandi Íslandsmeistari í golfi og atvinnukylfingur sem hefur leikið á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour. Axel hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi.BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON, GKGSigursælasti kylfingur Íslands í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi, sjöfaldur Íslandsmeistari. Leikreyndasti atvinnukylfingur Íslands frá upphafi og eini karlkylfingurinn sem hefur tryggt sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.BJÖRGVIN SIGURBERGSSON, GKFjórfaldur Íslandsmeistari í golfi og einn leikreyndasti keppniskylfingur Íslands. Hefur einu sinni sigrað í Einvíginu á Nesinu.GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON, GRAtvinnukylfingur sem nýverið tryggði sér keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challange Tour. Hefur sigrað á þremur atvinnumótum á Nordic Tour mótaröðinni á þessu tímabili.GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR, GKAtvinnukylfingur úr GK og ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Guðrún Brá leikur á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki, LET Access mótaröðinni. Hefur verið í fremstu röð á Íslandi undanfarin ár.HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS, GRAtvinnukylfingur úr GR sem leikur á Nordic Tour mótaröðinni. Íslandsmeistari í golfi 2012. Er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á risamóti í keppni atvinnukylfinga, Opna breska meistaramótinu 2018.NÖKKVI GUNNARSSON, NKKlúbbmeistari NK 2019 og þaulreyndur keppniskylfingur. PGA kennari og starfar sem íþróttastjóri NK.ÓLAFÍA ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR, GRAtvinnukylfingur úr GR og Íþróttamaður ársins 2017. Tryggði sér keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð heims, fyrst allra íslenskra kylfinga. Er með keppnisrétt á Symetra Tour mótaröðinni í Bandaríkjunum og er með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA. Þrefaldur Íslandsmeistari í golfi.ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON, GKGAtvinnukylfingur sem hóf ferilinn á Nesvellinum sem félagsmaður í NK. Íslandsmeistari í golfi 2009 og eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur leikið á PGA mótaröð atvinnumanna í Bandaríkjunum.RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR, GRFjórfaldur Íslandsmeistari í golfi í kvennaflokki og ein þaulreyndasti keppniskylfingur Íslands. Ríkjandi meistari í Einvíginu á Nesinu og hefur því titil að verja.
Golf Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti