Hlupu út í Jökulsárlón og klifruðu upp á ísjaka Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2019 21:39 Að sögn Adolfs Inga voru mennirnir ekkert að hugsa sig tvisvar um. Adolf Ingi Erlingsson Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tveir ungir menn hugsuðu sig ekki tvisvar um þegar þeir hlupu á undirfötunum út í Jökulsárlón fyrr í kvöld. Þegar í lónið var komið færðu þeir sig að ísjaka sem flaut í lóninu og klifruðu upp á hann. Adolf Ingi Erlingsson birti myndir og myndband af atvikinu á síðu Facebook-hópsins Bakland ferðaþjónustunnar. Í samtali við Vísi segir Adolf Ingi mennina hafa líklega verið í kringum tvítugt og heldur að þarna hafi verið um erlenda ferðamenn að ræða. „Þetta eru kornungir strákar, kannski rétt um tvítugt. Ég hef aldrei séð svona áður, þeir komu keyrandi þarna, stukku út úr bílnum og hlupu út í. Svo bara syntu þeir út að jakanum og príluðu upp á hann,“ segir Adolf Ingi um atvikið.Á myndbandinu sjást mennirnir reyna að halda jafnvægi á jakanum á meðan hann flýtur að landi. Þeir virðast hæstánægðir með afrekið, ef svo má að orði komast, og steyta hnefann sigri hrósandi upp í loft. „Það náttúrulega flæddi að og það ýtti jakanum upp aftur og þeir krupu bara þarna á honum. Þeim fannst þetta alveg stórsniðugt.“ Töluverður fjöldi ferðamanna var við lónið þegar atvikið átti sér stað en segir Adolf fólk ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta uppátæki.Feta í fótspor Bieber? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frakkir menn stinga sér til sunds í Jökulsárlóni. Árið 2015 gaf söngvarinn og stórstjarnan Justin Bieber út tónlistarmyndband við lagið I‘ll Show You þar sem hann, meðal annars, hleypur út í lónið á nærbuxum einum fata. Við lónið er skilti þar sem kemur fram að bannað sé að synda í lóninu en hingað til hafa þó ansi margir farið á svig við þær reglur. Í mars á síðasta ári vakti það athygli þegar ungur ferðamaður frá Kanada stökk á milli ísjaka til þess að ná betri mynd. Árið 2015 fækkuðu svo tveir ferðamenn fötum á ísnum og stilltu sér upp fyrir myndatöku.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Steig línudans á brúnni við Jökulsárlón: „Síðasti hálfvitinn er sko ekki fæddur!“ Ferðamaður gerði sér að leik að ganga á milli kaplanna á brúnni við Jökulsárlón á öðrum tímanum í dag. 28. febrúar 2019 15:22
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
BBC fjallar um glæfralega hegðun og skeytingarleysi áhrifavalda á Íslandi Íslendingar eru langþreyttir á virðingarleysi erlendra áhrifavalda, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um áhrifavaldastrauminn hingað til lands síðustu ár og vaxandi vinsældir Íslands á samfélagsmiðlum. 25. júní 2019 08:25