Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 07:49 Írski leikarinn Pierce Brosnan. Vísir/Getty Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48