Rauði krossinn styður frumvarp um neyslurými Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2019 18:10 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt. Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni í mars á þessu ári. Frumvarpið felur í sér að heimilt verði að stofna og reka neyslurými að undangenginni heimild frá Landlækni. Í umsögn Rauða krossins sem birt var í dag er lýst yfir stuðningi við frumvarpið og þær breytingar á löggjöfinni sem felast í frumvarpinu. Það sé þörf á aukinni og bættri þjónustu fyrir þann jaðarsetta hóp sem notast við ávana- og fíkniefni og nauðsynlegt sé að draga úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar.Sjá einnig: Frumvarp um örugg neyslurými sprautufíkla verður líklega að lögum Rauði krossinn starfrækir til að mynda skaðaminnkunarverkefnin Frú Ragnheiði í Reykjavík og Ungfrú Ragnheiði á Akureyri ásamt því að vinna að skaðaminnkun með rekstri Konukots. Í umsögninni segir að rúmlega 450 einstaklingar hafi sótt þjónustu Frú Ragnheiðar árið 2018 sem sé sjö prósenta fjölgun frá árinu 2017. Þá hafi verkefnið jafnframt fargað vel yfir 2.600 lítrum af notuðum sprautubúnaði á árinu. „Rauði krossinn er hlynntur því að stjórnvöld leiti leiða til að auka þjónustu við það fólk sem notar vímuefni svo draga megi úr skaðlegum afleiðingum slíkrar vímuefnanotkunar. Í öðrum löndum þar sem slík rými eru í notkun hafa þau sannað gildi sitt og þá sérstaklega fyrir einstaklinga sem nota vímuefni um æð og hafa ekki fasta búsetu,“ segir í umsögninni.Óvíst hvernig lögregla geti stutt við starfsemi neyslurýmis Nauðsynlegt er að rýminu verði fundið húsnæði sem er ekki tengdur öðrum úrræðum fyrir vímuefnanotendur, heimilislausa eða fólk sem gæti á einhvern hátt tengst eða nýtt sér þjónustu neyslurýmis að mati Rauða krossins. Með því væri hægt að komast hjá því að mögulegir notendur muni forðast að leita til þess vegna þess að það tengist um of ákveðnum hópum. Þá kemur fram að ekki sé víst hvernig lögregla eigi að geta stutt við starfsemi neyslurýmis og tryggt öryggi þeirra sem þangað leita á sama tíma og lögreglu sé ætlað að vinna gegn brotastarfsemi tengdri ávana- og fíkniefnum. Því sé nauðsynlegt að tryggja skýrar lagaheimildir lögreglu svo ekki þurfi að treysta á mat lögreglu hverju sinni þar sem friðhelgin þurfi að vera tryggð. Lögreglan hefur áður gagnrýnt að svæði um neyslurými verði „refsilaus rými“ þar sem neysla fíkniefna verði heimil þar sem ekki sé heimild fyrir slíku í lögum. „Rauði krossinn telur mikilvægt að þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um ávana- og fíkniefni er varða rekstur og starfsemi neyslurýma muni að auki taka tillit til núverandi skaðaminnkandi úrræða sem þjónusti einstaklinga sem nota vímuefni í æð og eru heimilislausir,“ segir í umsögninni en Rauði krossinn lýsir sig jafnframt fúsan til samstarfs og veita þann stuðning sem félagið og starfsmenn þess geta veitt.
Alþingi Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00 Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Mýta að neyslurými fjölgi neytendum segir hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði Hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Frú Ragnheiði segir að uppræta þurfi fordóma í garð fólks með fjölþættan neysluvanda. Það sé mýta að skaðaminnkandi hugmyndafræði auki neyslu og að neyslurými fjölgi neytendum. 5. maí 2019 21:15
Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. 17. apríl 2019 12:00
Neyslurými gætu þurft að bíða Formaður velferðarnefndar segir að koma þurfi á frekara samstarfi milli heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti til að frumvarp um neyslurými geti orðið að lögum. Ráðuneytin tvö hafa ólík sjónarmið í málinu. 28. maí 2019 06:30