Fátt kemur á óvart Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 02:00 Ósköp venjuleg fjölskylda Mattias Edvardsson Þýðandi: Tinna Ásgeirsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 464 Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum. Fjölskyldumeðlimir skiptast á að segja söguna út frá sínu sjónarhorni. Fyrsta hluta sögunnar segir faðirinn. Það er óvenjulegt að sjá prest sem eina aðalpersónuna í glæpasögu. Hann er áhugaverðasta persóna bókarinnar og fjallar um trú sína og trúarhugmyndir auk þess að segja sögu fjölskyldunnar. Dóttirin segir síðan sína sögu og þar eru kynni af vondum karlmönnum æði fyrirferðarmikil. Síðasti hluti bókarinnar er frásögn móðurinnar sem situr réttarhöld yfir dóttur sinni ásamt eiginmanni sínum. Í eftirmála má svo finna vel gerðan snúning. Ósköp venjuleg fjölskylda er læsileg og lipurlega skrifuð glæpasaga þar sem fjallað er um þær hættur sem steðja að ungum konum í nútíma samfélagi. Hún er dæmigerð MeToo-saga þar sem fátt kemur á óvart. Það má þó segja höfundinum til hróss að þótt sagan sé á köflum of formúlukennd gerir höfundurinn allt snyrtilega. Hann teygir þó lopann um of því rétt eins og fjölmargar glæpasögur sem streyma á markað er þessi bók of löng, tæpar 500 síður. Það sem stendur upp úr í þessari sögu er persóna prestsins, föðurins, sem þarf að láta frá sér prinsipp sín til að vernda dóttur sína. Í bókinni er líka falleg lýsing á afar sterku vinkvennasambandi. Þess utan er söguþráðurinn svo kunnuglegur að ötulir glæpasagnalesendur hljóta að fá á tilfinninguna að þeir hafi lesið þetta allt saman áður. En þar sem þetta er bók um ungar konur eru þær sennilega sá markhópur sem bókin höfðar helst til. Kolbrún Bergþórsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ósköp venjuleg fjölskylda Mattias Edvardsson Þýðandi: Tinna Ásgeirsdóttir Útgefandi: Bjartur Fjöldi síðna: 464 Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum. Fjölskyldumeðlimir skiptast á að segja söguna út frá sínu sjónarhorni. Fyrsta hluta sögunnar segir faðirinn. Það er óvenjulegt að sjá prest sem eina aðalpersónuna í glæpasögu. Hann er áhugaverðasta persóna bókarinnar og fjallar um trú sína og trúarhugmyndir auk þess að segja sögu fjölskyldunnar. Dóttirin segir síðan sína sögu og þar eru kynni af vondum karlmönnum æði fyrirferðarmikil. Síðasti hluti bókarinnar er frásögn móðurinnar sem situr réttarhöld yfir dóttur sinni ásamt eiginmanni sínum. Í eftirmála má svo finna vel gerðan snúning. Ósköp venjuleg fjölskylda er læsileg og lipurlega skrifuð glæpasaga þar sem fjallað er um þær hættur sem steðja að ungum konum í nútíma samfélagi. Hún er dæmigerð MeToo-saga þar sem fátt kemur á óvart. Það má þó segja höfundinum til hróss að þótt sagan sé á köflum of formúlukennd gerir höfundurinn allt snyrtilega. Hann teygir þó lopann um of því rétt eins og fjölmargar glæpasögur sem streyma á markað er þessi bók of löng, tæpar 500 síður. Það sem stendur upp úr í þessari sögu er persóna prestsins, föðurins, sem þarf að láta frá sér prinsipp sín til að vernda dóttur sína. Í bókinni er líka falleg lýsing á afar sterku vinkvennasambandi. Þess utan er söguþráðurinn svo kunnuglegur að ötulir glæpasagnalesendur hljóta að fá á tilfinninguna að þeir hafi lesið þetta allt saman áður. En þar sem þetta er bók um ungar konur eru þær sennilega sá markhópur sem bókin höfðar helst til. Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira