Tekur þátt í stærstu sviðslistahátíð heims Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Hún segir sýningarnar hafa gengið einstaklega vel hingað til, fyrir utan eina, þar sem einungis þrír gestir mættu. Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug. Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Snjólaug Lúðvíksdóttir hefur verið uppistandari í sex ár og er um þessar mundir stödd í Edinborg í Skotlandi. Þar fer nú fram ein stærsta grín og sviðslistahátíð í heimi, Edinburgh Festival Fringe. Í borginni býr um hálf milljón en talið er að íbúafjöldinn fari upp í rúma milljón á meðan á hátíðinni stendur. „Ég er smá að hoppa í djúpu laugina hérna í Edinborg. Ég er að sýna frumraun í uppistandi á eigin vegum hérna á Fringe Festival. Það er þá í fyrsta sinn sem uppistandari heldur uppi sinni eigin sýningu sem er 50 mínútur eða lengri,“ segir Snjólaug. Sýningin heitir Let it snow. „Ég komst inn hjá rosalega flottu fyrirtæki sem heitir Gilded Balloon og er eiginlega langstærsta svona grínbatteríið hérna í Skotlandi. Þau sjá svolítið um mig hérna úti og ég var mjög glöð að komast í samstarf með þeim.“ Sýning Snjólaugar er klukkan 20.30 að kvöldi, nánast hvern einasta dag hátíðarinnar, sem stendur í tæpan mánuð. „Þetta eru sem sagt 24 sýningar á 26 dögum. Þetta er frekar mikið og getur verið mjög stressandi. Þó að ég sé bara klukkutíma á sviði þá kemst eiginlega ekkert annað að, þetta tekur alveg yfir allt. En það er búið að ganga vel. Ég er núna búin með sex eða sjö sýningar og bara ein af þeim gekk illa, eða það voru bara þrjár manneskjur í salnum,“ segir Snjólaug og bætir svo við: „Ég held reyndar að það sé eitthvað sem allir uppistandarar hérna þurfi að ganga í gegnum. Nokkurs konar manndómsvígsla inn í uppistandarasamfélagið.“ Snjólaug komst á skrá hjá Gilded Balloon með því að sækja um og senda þeim myndband. „Þau velja alls ekki alla sem senda inn myndband, þannig að ég var mjög ánægð með þetta.“ Fyrirtækið er eitt af fjórum stórum umboðsskrifstofum í Edinborg sem sjá að mestu um Fringe-hátíðina, en hún fer fram árlega í ágúst. „Þetta er bara almenn sviðslista- og grínhátíð. Það eru líka leikrit og improv ásamt uppistandinu, sem er þó stærsti hluti hátíðarinnar. Þetta er ein stærsta grínhátíð í heimi. Hingað koma ekki bara þeir sem eru að koma fram því það mætir líka mikið af bransaliði. Það eru bara allir hérna,“ segir Snjólaug. Hún segir þetta vera skemmtilega lífsreynslu þó að þetta sé líka algjör ringulreið. „Ég elska að vera hérna. Ég hef farið á einhverjar hliðarsýningar og komst að á Late'n'Live, sem er ein stærsta og elsta miðnætursýningin á hátíðinni. Þar kom ég fram með tíu mínútna sett og eftir sýninguna dreifir maður svo miðum um eigin sýningu til þeirra sem hafa áhuga.“ Snjólaug hefur hingað til komið mest fram með styttri uppistönd og þá á kvöldum ásamt uppistöndurum á borð við Bylgju Babýlons og Hugleik Dagsson. „Mig langar mikið að sýna Let it snow heima, þá á íslensku. Ég er þó ekki alveg búin að ákveða það. Svo er ég líka stundum á Secret cellar, ég æfði mig þar fyrir Fringe í alveg tvo mánuði.“ Hún hefur í nógu að snúast á næstunni og er vinsæll veislustjóri. „Svo er ég bókuð á mjög flotta tónlistarhátíð sem heitir End of the road. Þar kem ég fram með stórum nöfnum á borð við David O’Doherty, Fern Brady, Jamali Maddix. Ég held þangað um leið og Fringe lýkur,“ segir Snjólaug.
Birtist í Fréttablaðinu Skotland Uppistand Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira