Erlent

Drykkjarsalur Sigurðar jarls talinn fundinn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Orkneyjar.
Orkneyjar. Nordicphotos/Getty
Fornleifafræðingar telja sig hafa fundið drykkjarsal Orkneyja­jarlsins Sigurðar digra. Frá Sigurði og öðrum jörlum eyjanna er sagt í Orkneyingasögu sem varðveitt er í Flateyjarbók.

Grunnurinn að salnum fannst á Skaill Farmstead í Westness á eyjunni Rousay. Um Vestnes er einmitt fjallað í Orkneyingasögu, þar bjuggu Sigurður á Vestnesi og fleiri jarlar. Örnefnið Skaill gefur til kynna að þarna hafi verið drykkjarsalur norrænna höfðingja og því hefur teymi fornleifafræðinga leitað á svæðinu í þó nokkur ár.

Dan Lee, hjá Hálandaháskólanum í Skotlandi sem stýrir uppgreftrinum, segir að þetta sé spennandi fundur. „Kannski sat Sigurður jarl sjálfur hér á steinbekkjum og kneyfaði krús af öli,“ segir hann við dagblaðið The Scotsman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×