Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 11:16 Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í gær. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði að það væri hreint kraftaverk að enginn hafi slasast alvarlega þegar sprenging varð á aðalskrifstofum dönsku Skattstofunnar á ellefta tímanum í gær. Hún sagðist skilja vel að danska þjóðin væri hrædd. Aðeins tveir starfsmenn voru inni í byggingunni þegar sprengjan varð en hvorugan sakaði. Einn varð fyrir braki og leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar.Sjá nánar: Sprengin við dönsku Skattstofuna Frederiksen sagði að um alvarlegan glæp væri að ræða og kraftmikla sprengingu. Lögregluyfirvöld sögðu á blaðamannafundi í morgun að sprengingin væri viljaverk og að yfirvöld litu málið alvarlegum augum. Þetta væri árás af ásettu ráði.Á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu sagði Frederiksen að þetta væri ofbeldisverk gagnvart íbúum, nágrönnum og starfsfólki Skattstofunnar, hvers vinnustaður hefði verið lagður í rúst. Sprengingin væri árás á öryggiskennd þjóðarinnar.Eins og sést á ljósmyndinni stórsést á anddyri dönsku Skattstofunnar.Vísir/ap„Þetta var indælt og hlýtt sumarkvöld og margir á ferli,“ sagði Frederiksen sem benti á að sá sem framdi glæpinn hefði stefnt lífi tugi manna í hættu því í næsta húsi var lest á leiðinni og raunar réttókomin. Grimmdarverk á borð við þetta græfu undan öryggiskennd þjóðarinnar. Frederiksen tók mið af orðum dönsku lögreglunnar og benti á að of snemmt væri að segja til um tilefni árásarinnar en engu að síður væri ljóst að glæpurinn hefði verið framinn af ásettu ráði. Eftirlit með opinberum byggingum í Kaupmannahöfn hefur verið hert og lögreglunni veittur liðsauki til að takast á við verkefnið. Stórt svæði hefur verið girt af og fjölmennt lið lögreglu og sprengjusérfræðinga voru að störfum í alla nótt. Lögreglan kallaði eftir ábendingum almenningi í morgun og bað fólk um að hafa samband ef það teldi sig búa yfir upplýsingum. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar en glerbrot frá brotnum rúðum liggja á víð og dreif um sprengjuvettvang. Íbúar í nærliggjandi húsum Austurbrúar hrukku í kút við hvellinn og lýstu því hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01