Sumartengdar vörur rokseljast í blíðunni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. ágúst 2019 06:15 Sala á viðarvörn í BYKO hefur aukist um 200 prósent. Fréttablaðið/Valli „Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Árið í fyrra var mjög óeðlilegt og þetta sumar er í rauninni líka mjög óeðlilegt, þetta eru svona kannski öfgarnar í báðar áttir. Núna er bara miklu meiri sala í öllu sem heitir garður, garðvörur, sumarbústaður, pallurinn og öllu sem lýtur að útivinnu,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar. Mikil aukning hefur orðið í sölu á sumarvörum bæði í Húsasmiðjunni og BYKO í sumar. Salan á vörum í þessum flokki jókst um 25 til 60 prósent í Húsasmiðjunni og allt upp í 200 prósent í BYKO, sé miðað við söluna síðasta sumar. „Við störfum í mjög svo veðurtengdri atvinnugrein, sérstaklega þegar kemur að einstaklingsmarkaði. Sól og sumar eins og er búið að vera hjá okkur hefur mjög svo jákvæð áhrif á framkvæmdagleði fólks. Vöxturinn hefur verið mikill í flestum sumartengdum vöruflokkum,“ segir Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO. „Við sjáum líka að fólk er meira að ferðast innanlands og er að nýta góða veðrið til framkvæmda. Ég hef oft sagt að helsti keppinauturinn séu ferðaskrifstofur. Þegar við höfum upplifað vætusamt sumar þá er eins og fólk kjósi að nota frekar þá fjármuni sem voru ætlaðir til framkvæmda í sólarferðir,“ bætir Sigurður við en pallaolía, pallaefni og útimálning hefur selst eins og heitar lummur í sumar.Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar.„Annað dæmi eru vökvunarvörur, sérstaklega hérna á höfuðborgarsvæðinu, garðúðarar og slöngur og svona, þetta var lengi vel uppselt hjá okkur. Í fyrra geymdum við þetta bara á lager yfir veturinn, þú þurftir ekkert vökvunarvörur í fyrrasumar, en núna hefur þetta selst upp og við þurft að panta meira,“ segir Kristinn Einarsson í Húsasmiðjunni. Veðurfar á landinu hefur verið með besta móti í sumar og mældust 194,6 sólarstundir í Reykjavík í júlí sem er rúmlega hundrað stundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Sigurður tekur undir með Kristni og segir 200 prósenta söluaukningu á vörum í þessum flokki. „Það er búið að vera mjög mikið að gera í þessu alveg síðan í lok apríl. Ekki bara í júní og júlí eins og vanalega heldur var þetta líka maí. Yfirleitt er þetta svo búið eftir verslunarmannahelgi en þegar veðrið er svona getur vel verið að þetta lengist,“ segir Kristinn.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira