Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 11:15 Ísleifur segir Laugardalsvöll henta vel fyrir svona tónleika. Fyrir aftan hann er verið að reisa stærsta svið sem hefur verið reist á Íslandi, en það er yfirleitt notað fyrir 60-70 þúsund manna tónleika. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Það hefur verið mikil vinna að fá Ed Sheeran til landsins, en tónleikarnir urðu að veruleika vegna þess að hann hefur sjálfur mikinn áhuga á að koma til landsins. Umfang tónleikahaldsins er meira en nokkru sinni áður, svo það má segja að þessir tónleikar lyfti íslensku tónleikahaldi á næsta stig. „Þetta er bara það langstærsta sem hefur verið gert á Íslandi, sama hvaða mælikvarða þú notar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. „Það er gaman að vera að gera eitthvað sem er alveg sögulegt og tekur heilan bransa á Íslandi upp á næsta stig. Það var ákveðinn vendipunktur þegar við fluttum inn Eagles og svo aftur þegar við fluttum inn Justin Timberlake og svo Justin Bieber,“ segir Ísi. „Núna erum við komin þangað að langstærsta stjarna samtímans er að koma til Íslands að halda langstærstu tónleika sem hafa verið haldnir hér. Ed Sheeran er með hæstu tölurnar á YouTube og Spotify, hann selur mest af tónleikamiðum og hann var að setja met um daginn með þessum túr, sem er sá stærsti allra tíma.“Sheeran vill koma til Íslands „Við héldum Justin Bieber tónleikana með AEG, einu stærsta tónleikahaldsfyrirtæki í heimi. Þau voru svakalega ánægð með allt hér, svo það byrjaði samtal við þau um hvað gæti verið næst og þá kom þetta upp,“ segir Ísi. „Það var fljótlega greinilegt að Ed Sheeran vill koma til Íslands og það hjálpaði mikið í gegnum allt samningaferlið. Hann hefur áhuga á Íslandi, hann hefur verið hérna og hann er aðdáandi landsliðsins okkar, þannig að það var bara farið í að leysa öll mál og þetta látið gerast.“ Sérstök nálgun á tónleika „Sheeran er mjög duglegur að halda tónleika og hann er með skemmtilega nálgun, því hann heldur oft fleiri tónleika á hverjum stað en aðrir. Það skiptir hann máli að miðaverðinu sé haldið niðri og hann vill ekki einhver VIP-svæði, forsölu eða sérmeðferð fyrir suma gesti en ekki aðra, heldur vill hann bara að allir séu jafnir,“ segir Ísi. „Svo er hann til í að koma og halda fullt af tónleikum á hverjum stað, þannig að sem flestir hafi tækifæri til að sjá hann. Þessi nálgun er að virka mjög vel og hann er með mjög sterkt samband við sína aðdáendur, sem kunna vel að meta þetta.“ Langur aðdragandi „Miðarnir fóru í sölu í september í fyrra og þá var sirka ár af alvarlegum viðræðum að baki. Síðan hefur undirbúningurinn haldið áfram í þetta tæpa ár sem er liðið,“ segir Ísi. „Til að byrja með snýst þetta allt um grunnatriði. Það þarf að finna dag sem hentar öllum og svo er þetta spurning um peninga, því það að vera með svona túr er eins og að vera með risafyrirtæki á stanslausu ferðalagi,“ segir Ísi. „Það eru rúmlega hundrað manns á launum á hverjum degi og það kostar náttúrulega gríðarlegar upphæðir að senda allan búnaðinn sem þarf. Það kostar líka talsvert meira að koma sér til Íslands og frá því aftur með allan þennan búnað og mannskap en flestra annarra landa. En dæmið gekk upp og þá tóku markaðsmál og skipulag við. Þetta á sér því langan aðdraganda, en við erum að vinna með svakalega vönu fólki úti sem heldur svona tónleika næstum daglega,“ segir Ísi. „Sena Live er líka með gríðarlega gott teymi sem hefur sýnt það í gegnum árin að það kann að halda tónleika með stærstu stjörnum heims. Ég vil nota tækifærið hér til að þakka því fólki fyrir ótrúlega óeigingjarnt og öflugt starf. Það eru ansi margir í hópnum sem hafa unnið frá morgni til kvölds núna í margar vikur, þetta eru hetjur.“ Heimsmet í miðasölu „Miðasalan okkar hlýtur að vera heimsmet, þó við höfum að vísu ekki fengið það formlega staðfest. Það seldust 30 þúsund miðar á fyrri tónleikana og ef við segjum sem svo að það verði 20-25 þúsund manns á þeim seinni þá er þetta komið upp í 15% af mannfjölda í landinu,“ segir Ísi. „Það er eins og ef 50 milljónir mættu á eina tónleika í Bandaríkjunum. Þetta er náttúrulega alveg súrrealískt og þetta hefur örugglega ekki gerst í neinu öðru landi. Laugardalsvöllur hentar vel fyrir svona tónleika og samstarfið við KSÍ hefur gengið afbragðsvel, en það tekur langan tíma að gera völlinn tilbúinn fyrir svona tónleika. Það er hins vegar allt það vel undirbúið að það hafa ekki verið nein vandamál. Þetta er samt tveggja vikna vinna hér á vellinum með her manns í vinnu frá morgni til kvölds,“ segir Ísi. „Afraksturinn verður tilkomumikill þegar fólk mætir, því sviðið eitt er sjón að sjá.“ Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Það hefur verið mikil vinna að fá Ed Sheeran til landsins, en tónleikarnir urðu að veruleika vegna þess að hann hefur sjálfur mikinn áhuga á að koma til landsins. Umfang tónleikahaldsins er meira en nokkru sinni áður, svo það má segja að þessir tónleikar lyfti íslensku tónleikahaldi á næsta stig. „Þetta er bara það langstærsta sem hefur verið gert á Íslandi, sama hvaða mælikvarða þú notar,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live. „Það er gaman að vera að gera eitthvað sem er alveg sögulegt og tekur heilan bransa á Íslandi upp á næsta stig. Það var ákveðinn vendipunktur þegar við fluttum inn Eagles og svo aftur þegar við fluttum inn Justin Timberlake og svo Justin Bieber,“ segir Ísi. „Núna erum við komin þangað að langstærsta stjarna samtímans er að koma til Íslands að halda langstærstu tónleika sem hafa verið haldnir hér. Ed Sheeran er með hæstu tölurnar á YouTube og Spotify, hann selur mest af tónleikamiðum og hann var að setja met um daginn með þessum túr, sem er sá stærsti allra tíma.“Sheeran vill koma til Íslands „Við héldum Justin Bieber tónleikana með AEG, einu stærsta tónleikahaldsfyrirtæki í heimi. Þau voru svakalega ánægð með allt hér, svo það byrjaði samtal við þau um hvað gæti verið næst og þá kom þetta upp,“ segir Ísi. „Það var fljótlega greinilegt að Ed Sheeran vill koma til Íslands og það hjálpaði mikið í gegnum allt samningaferlið. Hann hefur áhuga á Íslandi, hann hefur verið hérna og hann er aðdáandi landsliðsins okkar, þannig að það var bara farið í að leysa öll mál og þetta látið gerast.“ Sérstök nálgun á tónleika „Sheeran er mjög duglegur að halda tónleika og hann er með skemmtilega nálgun, því hann heldur oft fleiri tónleika á hverjum stað en aðrir. Það skiptir hann máli að miðaverðinu sé haldið niðri og hann vill ekki einhver VIP-svæði, forsölu eða sérmeðferð fyrir suma gesti en ekki aðra, heldur vill hann bara að allir séu jafnir,“ segir Ísi. „Svo er hann til í að koma og halda fullt af tónleikum á hverjum stað, þannig að sem flestir hafi tækifæri til að sjá hann. Þessi nálgun er að virka mjög vel og hann er með mjög sterkt samband við sína aðdáendur, sem kunna vel að meta þetta.“ Langur aðdragandi „Miðarnir fóru í sölu í september í fyrra og þá var sirka ár af alvarlegum viðræðum að baki. Síðan hefur undirbúningurinn haldið áfram í þetta tæpa ár sem er liðið,“ segir Ísi. „Til að byrja með snýst þetta allt um grunnatriði. Það þarf að finna dag sem hentar öllum og svo er þetta spurning um peninga, því það að vera með svona túr er eins og að vera með risafyrirtæki á stanslausu ferðalagi,“ segir Ísi. „Það eru rúmlega hundrað manns á launum á hverjum degi og það kostar náttúrulega gríðarlegar upphæðir að senda allan búnaðinn sem þarf. Það kostar líka talsvert meira að koma sér til Íslands og frá því aftur með allan þennan búnað og mannskap en flestra annarra landa. En dæmið gekk upp og þá tóku markaðsmál og skipulag við. Þetta á sér því langan aðdraganda, en við erum að vinna með svakalega vönu fólki úti sem heldur svona tónleika næstum daglega,“ segir Ísi. „Sena Live er líka með gríðarlega gott teymi sem hefur sýnt það í gegnum árin að það kann að halda tónleika með stærstu stjörnum heims. Ég vil nota tækifærið hér til að þakka því fólki fyrir ótrúlega óeigingjarnt og öflugt starf. Það eru ansi margir í hópnum sem hafa unnið frá morgni til kvölds núna í margar vikur, þetta eru hetjur.“ Heimsmet í miðasölu „Miðasalan okkar hlýtur að vera heimsmet, þó við höfum að vísu ekki fengið það formlega staðfest. Það seldust 30 þúsund miðar á fyrri tónleikana og ef við segjum sem svo að það verði 20-25 þúsund manns á þeim seinni þá er þetta komið upp í 15% af mannfjölda í landinu,“ segir Ísi. „Það er eins og ef 50 milljónir mættu á eina tónleika í Bandaríkjunum. Þetta er náttúrulega alveg súrrealískt og þetta hefur örugglega ekki gerst í neinu öðru landi. Laugardalsvöllur hentar vel fyrir svona tónleika og samstarfið við KSÍ hefur gengið afbragðsvel, en það tekur langan tíma að gera völlinn tilbúinn fyrir svona tónleika. Það er hins vegar allt það vel undirbúið að það hafa ekki verið nein vandamál. Þetta er samt tveggja vikna vinna hér á vellinum með her manns í vinnu frá morgni til kvölds,“ segir Ísi. „Afraksturinn verður tilkomumikill þegar fólk mætir, því sviðið eitt er sjón að sjá.“
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira