Þar sem húsin hanga í klettunum Elín Albertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 15:00 Falleg ströndin í Cinque Terre er ógleymanleg sjón. Ítalía heillar Íslendinga sem aðra. Það eru margir mjög spennandi staðir á Ítalíu sem gaman er að heimsækja. Einn þeirra er ítalska rívíeran sem er að verða eftirsóttasti hluti Ítalíu, sérstaklega bæirnir í Cinque Terre. Á austasta hluta rívíerunnar er bærinn La Spezia en þaðan sigla bátar og skip með fólk sem vill sjá rívíeruna frá sjó og jafnvel stoppa stutta stund í einhverjum bænum. Fyrir um fimmtán árum var Cinque Terre með öllum sínum fallegu litríku húsum, allt frá Genova til Pisa, falin perla. Stór forsíðumynd á frægu dagblaði vakti þessa bæi af værum blundi og ferðamönnum fjölgaði ört. Þá fór einnig að bera á skemmtiferðaskipum sem nú sigla meðfram Cinque Terre í Miðjarðarhafssiglingum.Mikill fjöldi ferðamanna Frá apríl og fram í október eru bæirnir fullir af ferðamönnum sem margir koma siglandi. Göturnar í þessum litlu klettabæjum eru svo þröngar að þar fara engir bílar akandi. Ekki er tekið á móti fólki með börn, fólki í hjólastólum eða hjartveikum í þessar siglingar. Bæirnir eru erfiðir yfirferðar og það þarf að klífa kletta. Riomaggiore, einn af frægustu fiskimannabæjunum í Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. NORDICPHOTOS/GETTYBæjaryfirvöld hafa þurft að setja fjöldatakmarkanir á ferðamenn á vissum tímum. Allir veitingastaðir og barir eru smekkfullir af fólki og margir segja að friðurinn sé úti í litlu fallegu þorpunum. Flestallir ferðamenn eru dagsgestir sem stoppa stutt, koma með lest sem er yfirleitt troðin. Ferðamönnum er bent á að gæta sín á vasaþjófum í lestinni, sérstaklega börnunum sem gerð eru út í þeim tilgangi að ræna gesti. La Spezia er sá bær þar sem skemmtiferðaskipin stoppa. Frá La Spezia fer lestin til litlu bæjanna. Áform eru um að bæta aðstöðuna fyrir skemmtiferðaskipin til að hægt sé að taka á móti fleiri ferðamönnum. Engu að síður vilja bæjaryfirvöld í Cinque Terre fækka ferðamönnum úr 2,5 milljónum gesta í 1,5 milljónir. Óljóst er hvernig það á að takast. Ein uppástungan er dýr aðgöngumiði að bæjunum. Frá La Spezia höfninni sigla bátar og skip um ítölsku rivíeruna.Einnig hefur verið talað um app sem virkar eins og einhvers konar umferðarljós, það lætur vita í hvaða þorpi fæstir eru. Rautt ljós merkir að bærinn sé lokaður ferðamönnum en grænt að það sé allt í góðu að koma í heimsókn. Þá er einnig rætt um að setja upp miðasölu fyrir fram. Aðeins sé hægt að koma í heimsókn hafi fólk í fórum sínum miða sem það hafi áður keypt. Það gæti hins vegar verið erfitt að framkvæma þar sem margir gestir koma með skipum og stoppa stutt.Einstök náttúruperla Cinque Terre er sögð einstök náttúruperla, falleg og sjarmerandi. Margir segja ógleymanlegt að sigla með ströndinni og stoppa einhverja stund í bæjunum en aðrir vilja taka lestina. Lestarferð frá Monterosso til Vernazza er ægifögur, ekið er um vínakra sem liggja utan í klettaveggnum. Útsýnið frá Vernazza er ógleymanlegt. Það eru 550 tröppur upp í turn á hæðinni, erfið leið en þegar upp er komið er útsýnið sannkallað ævintýri á að líta. Munið eftir góðum gönguskóm.Litrík og falleg höfnin í Vernazza í Cinque Terre.Vilji gestir fá sér að borða á ævintýralega fallegum stað er mælt með Porto Roca hótelinu í Monterosso. Þaðan er eitt fallegasta útsýni í Evrópu, að því er The Economist hefur skrifað. Hótelið liggur hátt í klettavegg og skagar út í Miðjarðarhafið. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrir fram.Rólegri staðir Vilji fólk sjá sjarmerandi litla bæi við ítölsku ströndina án þess að vera í ferðamannaþrönginni gæti verið sniðugt að heimsækja Portovenere sem er suður af Cinque Terre bæjunum. Bærinn er ekki ósvipaður þeim en engin járnbrautarlest fer þar um. Sestri Levante er lítill svefnbær mitt á milli Genova og Cinque Terre sem býður upp á mjög ítalskt og skemmtilegt umhverfi sem einnig er áhugavert að heimsækja. Ferðalög Ítalía Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ítalía heillar Íslendinga sem aðra. Það eru margir mjög spennandi staðir á Ítalíu sem gaman er að heimsækja. Einn þeirra er ítalska rívíeran sem er að verða eftirsóttasti hluti Ítalíu, sérstaklega bæirnir í Cinque Terre. Á austasta hluta rívíerunnar er bærinn La Spezia en þaðan sigla bátar og skip með fólk sem vill sjá rívíeruna frá sjó og jafnvel stoppa stutta stund í einhverjum bænum. Fyrir um fimmtán árum var Cinque Terre með öllum sínum fallegu litríku húsum, allt frá Genova til Pisa, falin perla. Stór forsíðumynd á frægu dagblaði vakti þessa bæi af værum blundi og ferðamönnum fjölgaði ört. Þá fór einnig að bera á skemmtiferðaskipum sem nú sigla meðfram Cinque Terre í Miðjarðarhafssiglingum.Mikill fjöldi ferðamanna Frá apríl og fram í október eru bæirnir fullir af ferðamönnum sem margir koma siglandi. Göturnar í þessum litlu klettabæjum eru svo þröngar að þar fara engir bílar akandi. Ekki er tekið á móti fólki með börn, fólki í hjólastólum eða hjartveikum í þessar siglingar. Bæirnir eru erfiðir yfirferðar og það þarf að klífa kletta. Riomaggiore, einn af frægustu fiskimannabæjunum í Cinque Terre á ítölsku rivíerunni. NORDICPHOTOS/GETTYBæjaryfirvöld hafa þurft að setja fjöldatakmarkanir á ferðamenn á vissum tímum. Allir veitingastaðir og barir eru smekkfullir af fólki og margir segja að friðurinn sé úti í litlu fallegu þorpunum. Flestallir ferðamenn eru dagsgestir sem stoppa stutt, koma með lest sem er yfirleitt troðin. Ferðamönnum er bent á að gæta sín á vasaþjófum í lestinni, sérstaklega börnunum sem gerð eru út í þeim tilgangi að ræna gesti. La Spezia er sá bær þar sem skemmtiferðaskipin stoppa. Frá La Spezia fer lestin til litlu bæjanna. Áform eru um að bæta aðstöðuna fyrir skemmtiferðaskipin til að hægt sé að taka á móti fleiri ferðamönnum. Engu að síður vilja bæjaryfirvöld í Cinque Terre fækka ferðamönnum úr 2,5 milljónum gesta í 1,5 milljónir. Óljóst er hvernig það á að takast. Ein uppástungan er dýr aðgöngumiði að bæjunum. Frá La Spezia höfninni sigla bátar og skip um ítölsku rivíeruna.Einnig hefur verið talað um app sem virkar eins og einhvers konar umferðarljós, það lætur vita í hvaða þorpi fæstir eru. Rautt ljós merkir að bærinn sé lokaður ferðamönnum en grænt að það sé allt í góðu að koma í heimsókn. Þá er einnig rætt um að setja upp miðasölu fyrir fram. Aðeins sé hægt að koma í heimsókn hafi fólk í fórum sínum miða sem það hafi áður keypt. Það gæti hins vegar verið erfitt að framkvæma þar sem margir gestir koma með skipum og stoppa stutt.Einstök náttúruperla Cinque Terre er sögð einstök náttúruperla, falleg og sjarmerandi. Margir segja ógleymanlegt að sigla með ströndinni og stoppa einhverja stund í bæjunum en aðrir vilja taka lestina. Lestarferð frá Monterosso til Vernazza er ægifögur, ekið er um vínakra sem liggja utan í klettaveggnum. Útsýnið frá Vernazza er ógleymanlegt. Það eru 550 tröppur upp í turn á hæðinni, erfið leið en þegar upp er komið er útsýnið sannkallað ævintýri á að líta. Munið eftir góðum gönguskóm.Litrík og falleg höfnin í Vernazza í Cinque Terre.Vilji gestir fá sér að borða á ævintýralega fallegum stað er mælt með Porto Roca hótelinu í Monterosso. Þaðan er eitt fallegasta útsýni í Evrópu, að því er The Economist hefur skrifað. Hótelið liggur hátt í klettavegg og skagar út í Miðjarðarhafið. Nauðsynlegt er að bóka borð fyrir fram.Rólegri staðir Vilji fólk sjá sjarmerandi litla bæi við ítölsku ströndina án þess að vera í ferðamannaþrönginni gæti verið sniðugt að heimsækja Portovenere sem er suður af Cinque Terre bæjunum. Bærinn er ekki ósvipaður þeim en engin járnbrautarlest fer þar um. Sestri Levante er lítill svefnbær mitt á milli Genova og Cinque Terre sem býður upp á mjög ítalskt og skemmtilegt umhverfi sem einnig er áhugavert að heimsækja.
Ferðalög Ítalía Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira