Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Hjörleifur Hallgríms vill byggja íbúðarhús á lóðinni á Aðalstræti 12b, staðan er enn óbreytt frá því 13. apríl í fyrra. fréttablaðið/Auðunn „Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Það er svo gjörsamlega út í hött að Minjastofnun geti stoppað mig af þannig að ég geti ekki einu sinni losað mig við lóðina,“ segir Hjörleifur Hallgríms, eigandi Aðalstrætis 12b á Akureyri. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í apríl í fyrra hefur Hjörleifur viljað byggja íbúðarhús á lóð sinni á Aðalstræti sem hann keypti fyrir sjö árum. Sjálfur bjó hann í æsku í húsi sem þar stóð og hafði áður hýst Hótel Akureyri. Haustið 2017 var hann tilbúinn að hefja jarðvegsframkvæmdir og búið að mæla út fyrir húsi þegar hann fékk tölvupóst frá skipulagsstjóra bæjarins um að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um hvort fornleifar leyndust þar. Var þetta að kröfu Minjastofnunar og átti Hjörleifur að kosta uppgröft á lóðinni. „En mér kemur þetta fjárann ekkert við og ég borga ekki fyrir neinn uppgröft. Ég get gefið þeim leyfi til að grafa en ég fer ekki að borga nærri milljón enda er ég ellilífeyrisþegi og hef ekkert efni á því,“ segir Hjörleifur. Að sögn Hjörleifs er hann nú í sjálfheldu. „Ég er orðinn það gamall að héðan af fer ég ekki að byggja sjálfur og það kaupir enginn lóðina af mér með þessari kvöð á henni,“ segir hann. Hjörleifur, sem nú er 82 ára, kveðst hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, til að fá lausn á málinu. Hann fékk Jón Hjaltason sagnfræðing, sem skrifað hefur um sögu Akureyrar, til að senda ráðuneytinu greinargerð. Hún er frá því í lok apríl í vor. Jón rekur byggingarsöguna á lóðinni í bréfi sínu. „Má ég hundur heita ef þarna finnast fornleifar,“ segir Jón. Mjó strandlengjan neðan Naustahöfða hafi ekki freistað nokkurs manns í bændasamfélagi fyrri tíma. „Niðurstaðan er því sú að ég er 99,9 prósent (mig langar til að segja 100 prósent en finnst það heldur digurbarkalegt) viss um að á lóðinni við Aðalstræti 12b finnast engar fornleifar, sama hversu ítarlega væri þar leitað og grafið.“ Hjörleifur kveðst hafa hitt Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra þegar hún kom í vor til Akureyrar til að opna sýningu þar. Það hafi verið eftir að hann sendi ráðherranum bréf ásamt greinargerð Jóns Hjaltasonar. „Þá lofaði hún mér því að taka þetta fyrir um leið og þingið væri búið. Ég hef ekki heyrt í henni enn þá þótt ég sé margoft búinn að reyna að ná í hana. Mér þykir verst að Lilja svarar mér ekkert núna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Skipulag Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira