Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 19:00 Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess að Þjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Vísað er til þess að samkvæmt lögum sé óheimilt að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur eða hafi átt frá fæðingu óslitið átt heima hér samkvæmt Þjóðskrá. Meðal þeirra eru albönsk hjón sem hefur verið synjað um hælis- og dvalarleyfi hér á landi frá árinu 2015. Árið 2017 eignuðust þau dóttur hér sem hefði átt að vera skráð með lögheimili á Íslandi að sögn Sigrúnar Ingibjargar Gísladóttur lögmanns hennar en Þjóðskrá hafi ákveðið að fara aðra leið. „Í staðinn þá er hún skráð með lögheimili í Evrópu, ótilgreint það er ekki einu sinni tilgreint hvar barnið, sem hefur átt heima hér frá fæðingu, eigi að hafa fasta búsetu. Við erum í sjálfu sér að byggja á því að skrá hefði átt þetta barn á Íslandi en af því leiðir þá er óheimilt að vísa henni úr landi,“ segir Sigrún. Lögmenn stúlkunnar týndu til margvísleg rök fyrir því að brotið hefði veriðá réttindum hennar í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.Í málflutningi þeirra kom m.a. fram aðBrotin hafi verið jafnræðisreglaÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við lög um lögheimiliÁkvörðun Þjóðskrár sé í andstöðu við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnaBarn njóti réttar til skráningar samkvæmt Stjórnarskrá ÍslandsÞjóðskrá hafi beitt ómálefnalegum sjónarmiðum við skráningu barnsÞjóðskrá mótmælti fram kom að stofnunin:Mótmælir því að skráning barnsins í þjóðskrá hafi farið í bága við stjórnsýslulögÚtlendingastofnun er með vald í þessum málum en ekki þjóðskráStefnendur eru ekki með skráð lögheimili á Íslandi og ekki heldur dvalarleyfi hér á landi. Í lögum er mælt fyrir um að barn 17 ára eða yngra hefði sama lögheimili og foreldrar þessSambærileg breyting og gerð var á skráningu barns stefnenda tók til allra barna sem fædd voru hér á landi en voru ekki með skráð lögheimili á Íslandi Þjóðskrá var sýknuð og ákveðið var að áfrýja málinu til Landsréttar. „Barn sem fæðist hér á landi á ekki að gjalda fyrir stöðu foreldra sinna heldur njóta jafnræðis og skráningar hér á landi eins og önnur börn,“ segir Sigrún. Stúlkan hafi ekki notið neinna félagslegra réttinda framan af vegna þessarar stöðu. Sigrún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem reyni á slíkt mál fyrir Landsrétti. „Að mínu viti er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mál fer fyrir dómstólinn,“ segir Sigrún. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í júli að stúlkan hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún og er sá frestur liðinn. „Já það má búast við því að lögreglan sendi henni tilkynningu um að það standi til að brottvísa henni og samhliða því er almennt endurkomubann,“ segir Sigrún.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira