Innlent

Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar

Sylvía Hall skrifar
Vélin fór í loftið klukkan 17:18 í dag.
Vélin fór í loftið klukkan 17:18 í dag. Vísir/Vilhelm
Vél Icelandair á leið frá Keflavíkurflugvelli til Seattle var snúið við í kvöld eftir að bilun kom upp í vélinni. Flugvélin fór í loftið klukkan 17:18 í dag og var yfir Grænlandi þegar ákveðið var að snúa við.

Að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er um tæknibilun að ræða en áætlað er að vélin lendi á Keflavíkurflugvelli núna upp úr klukkan 21 í kvöld.

Uppfært 21:17: Vélin er lent á Keflavíkurflugvelli.

Vélin mun lenda nú um klukkan 21.Flightradar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×