Yfirdráttur Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Við erum komin á yfirdrátt. Íbúar jarðarinnar hafa nú notað allar þær auðlindir sem jörðin getur endurnýjað á árinu. Þessi dagur sem er kallaður „Yfirdráttardagur jarðar“ rann upp í gær, 29. júlí og hefur aldrei verið fyrr á ferðinni. Þetta þýðir að síðustu 156 daga ársins munum við ganga á höfuðstól auðlinda jarðarinnar. Þessi dagur hefur verið að færast framar og framar á undanförnum árum. Fyrir tíu árum rann þessi dagur upp 18. ágúst og fyrir tuttugu árum var það 29. september. Það eru ekki nema um 50 ár síðan auðlindanotkunin var í jafnvægi. Þá dugðu þær auðlindir sem jörðin endurnýjar á ári en í dag þyrftum við 1,75 jörð. Íbúar jarðarinnar eru í dag um 7,7 milljarðar en voru um 3,7 milljarðar árið 1970. Þessi gífurlega fólksfjölgun skiptir hér auðvitað máli. Á móti gefur framþróun í tækni og vísindum það kleift að nýta auðlindirnar betur en þar liggja miklar áskoranir. En það þarf fleira til. Sökin á þessum vanda liggur fyrst og fremst hjá þróuðum ríkjum Vesturlanda. Þar er neyslan með þeim hætti að ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og íbúar þar, þyrfti margar jarðir til að jafna út auðlindanotkunina. Alþjóðlegu samtökin Global Footprint Network sem reikna út yfirdráttardaginn og vistspor jarðarbúa hafa sett fram metnaðarfull markmið um að færa þennan dag fimm dögum aftar á hverju ári. Þannig yrði jafnvægi náð árið 2050. Samtökin benda á að mikil tækifæri séu til staðar. Til dæmis myndi helmings samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu jarðefnaeldsneytis í heiminum færa yfirdráttardaginn aftur um 93 daga. Einnig eru sóknarfæri á sviði borgarskipulags, framleiðslu og neyslu matvæla og bættrar umgengni um auðlindir jarðar. Þær raddir heyrast oft að við Íslendingar séum svo fáir að í stóra samhenginu skipti það litlu máli þótt vistspor okkar sé stórt, jafnvel það stærsta í heimi miðað við höfðatölu. Þetta er hættulegt viðhorf og ber vott um hroka og yfirlæti. Við státum okkur líka gjarnan af því að búa yfir hreinni orku og því séum við að standa okkur svo vel. Staðreyndin er hins vegar sú að miðað við þau forréttindi sem við búum við frá náttúrunnar hendi þegar kemur að endurnýjanlegri orku þá ættum við að standa okkur miklu betur. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að einungis um fimm prósent bílaflota landsmanna séu hreinorkubílar. Það vita það allir að yfirdráttarlán eru í eðli sínu óskynsamleg. Þau eru líka skammtímalausn því það kemur alltaf að skuldadögum. Það sama gildir í tilviki jarðarinnar. Engin ein lausn sem við getum gripið til gegn umhverfisvanda heimsins mun duga til að leysa hann. En allt sem við gerum skiptir máli. Jafnvel þótt við séum bara Íslendingar. Það á enn jafn vel við og það gerði fyrir rúmum 20 árum, slagorðið sem hékk uppi í gamla menntaskólanum mínum: „Think globally, act locally.“ Hugsum á heimsvísu en bregðumst við heima fyrir.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun