Kelly McGillis veit af hverju hún er ekki í nýju Top Gun: „Ég er gömul og ég er feit“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 10:37 Kelly McGillis kvaddi sviðsljósið fyrir löngu. Getty/IMDB Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig. Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig.
Hollywood Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira