Forsetahjónin verða með á Unglingalandsmóti UMFÍ í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:30 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum. Mynd/UMFÍ Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavellinum á Höfn föstudaginn 2. ágúst og er á dagskránni að forseti Íslands flytji þar ávarp. Forseti Íslands er verndari ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan hlut í að koma henni á laggirnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Herra Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid eiga fjögur börn saman sem eru á aldrinum sex til tólf ára en það eru þau Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Edda Margrét sem er yngst. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 hefur unnið sér fastan sess hjá fjölskyldum um allt land sem helsti viðburðurinn um verslunarmannahelgi.Mynd/UMFÍMótið er fyrir ellefu til átján ára þátttakendur sem reyna við sig í fjölda stórskemmtilegra íþróttagreina. Vinsælustu greinar mótsins eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Átján aðrar íþróttagreinar verða í boði en þar á meðal eru bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, motocross, stafsetning, upplestur og meira að segja kökuskreytingar. Þótt keppnisgreinar eru ætlaðar fyrir ellefu til átján ára krakka þá er margt í boði fyrir alla fjölskylduna sem kemur á mótið. Í námunda við íþróttasvæðið verður sett upp leikjatorg og verður þar hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira. Auk alls þess sem fylgir aðgangi að mótinu verða tónleikar á hverju kvöldi á meðan Unglingalandsmótinu stendur. Á mótinu kemur fram helsta tónlistarfólk þjóðarinnar. DJ Sura, sem hefur gert það gott með Cyber og Reykjavíkurdætrum, setur kvöldvökurnar strax fimmtudaginn 1. ágúst. Kvöldið eftir stíga á stokk rappbræðurnir í Úlfur Úlfur og Salka Sól, síðan koma Bríet og Evróvisjónstjarnan Daði Freyr. Una Stef og hljómsveit og GDRN loka svo mótinu sunnudagskvöldið 4. ágúst. Forseti Íslands Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með formlegum hætti á íþróttavellinum á Höfn föstudaginn 2. ágúst og er á dagskránni að forseti Íslands flytji þar ávarp. Forseti Íslands er verndari ungmennafélagshreyfingarinnar. Guðmundur Hjaltason, langafi Guðna Th. Jóhannessonar, mikill og ötull talsmaður hreyfingarinnar. Átti hann drjúgan hlut í að koma henni á laggirnar skömmu eftir aldamótin 1900 og var annar tveggja fyrstu ritstjóra Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Herra Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid eiga fjögur börn saman sem eru á aldrinum sex til tólf ára en það eru þau Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Edda Margrét sem er yngst. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið frá árinu 1992 hefur unnið sér fastan sess hjá fjölskyldum um allt land sem helsti viðburðurinn um verslunarmannahelgi.Mynd/UMFÍMótið er fyrir ellefu til átján ára þátttakendur sem reyna við sig í fjölda stórskemmtilegra íþróttagreina. Vinsælustu greinar mótsins eru knattspyrna, frjálsar íþróttir og körfubolti. Átján aðrar íþróttagreinar verða í boði en þar á meðal eru bogfimi, hlaupaskotfimi, frisbígolf, glíma, götuhjólreiðar, motocross, stafsetning, upplestur og meira að segja kökuskreytingar. Þótt keppnisgreinar eru ætlaðar fyrir ellefu til átján ára krakka þá er margt í boði fyrir alla fjölskylduna sem kemur á mótið. Í námunda við íþróttasvæðið verður sett upp leikjatorg og verður þar hægt að fara í brennibolta, fótboltapool, ringó, ganga á stultum og margt fleira. Auk alls þess sem fylgir aðgangi að mótinu verða tónleikar á hverju kvöldi á meðan Unglingalandsmótinu stendur. Á mótinu kemur fram helsta tónlistarfólk þjóðarinnar. DJ Sura, sem hefur gert það gott með Cyber og Reykjavíkurdætrum, setur kvöldvökurnar strax fimmtudaginn 1. ágúst. Kvöldið eftir stíga á stokk rappbræðurnir í Úlfur Úlfur og Salka Sól, síðan koma Bríet og Evróvisjónstjarnan Daði Freyr. Una Stef og hljómsveit og GDRN loka svo mótinu sunnudagskvöldið 4. ágúst.
Forseti Íslands Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira