Hvar eru hjúkrunarfræðingarnir? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tímabært að líta um öxl og horfa fram á við. Þegar ég fæddist fyrir rúmri hálfri öld var móðir mín, sveitastúlka að norðan, í vanda því ekki var fæðingarorlof eins og nú tíðkast, en hún þurfti til vinnu. Þá var gott að eiga móðursystur að sem gat hjálpað til en hjúkrunarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem var hætt störfum vildi gæta mín, þar duttum við báðar í lukkupottinn. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1899 og flutti suður til Reykjavíkur og fékk vinnu á Landspítalanum. Hana langaði að læra hjúkrun en það var bara hægt erlendis svo hún fór að ráðum lækna spítalans og beið þar til Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður og útskrifaðist með fyrsta árgangi þaðan. Hún var einstæð og barnlaus en framsýn og fannst gaman að annast mig sem barn og við urðum mestu mátar. Hún keypti saumavél til að sauma dúkkuföt úr sínum gömlu kjólum, handa mér, hún kenndi mér að hjóla en ég efast um að hún hafi kunnað það sjálf. Við ferðuðumst með strætó og tókum skiptimiða til að skoða hverfi borgarinnar þar sem helstu byggingar voru skoðaðar og styttur bæjarins kynntar fyrir mér. Við fórum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudögum og tókum leigubíl í Grasagarðinn. Þegar ég var á unglingsaldri var farið í hringferð um landið sem var ógleymanleg. Alltaf var hún stolt af sinni menntun og starfi sínu sem hjúkrunarkona. Hún lagði mikla áherslu á hollt mataræði og hreyfingu, útvarpsleikfimin og passíusálmalestur í Ríkisútvarpinu var ómissandi í hennar dagskrá. Þegar ég sjálf flutti suður til að nema læknisfræði vildi hún að ég skildi mikilvægi hjúkrunar og samstarf þessara mikilvægu stétta heilbrigðiskerfisins. Hún hvatti mig til dáða við krefjandi nám á sama tíma og hún útskýrði fyrir mér að fræði okkar væru stöðugt að breytast og að ristillinn væri spegill sálarinnar. Að horfa á heilbrigði mannsins sem endalausa áskorun þar sem forvarnir skipta öllu. Að skilja og bera virðingu fyrir endalokum lífsins sem bíða okkar allra og mikilvægi hjúkrunar á þeim enda ævinnar er ekki síður göfugt verkefni. Þegar hjúkrunarfræðingur var orðið hennar starfsheiti fussaði hún og sveiaði og sló sér á lær en á hennar hurð og legsteini stendur: Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Því er það mikilvægt nú á þessum tímamótum þar sem saga Félags hjúkrunarfræðinga er rifjuð upp á Árbæjarsafni að horfa einnig fram á við. Á hugann leita margar spurningar sem ég finn að hún frænka mín spyr einnig: Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræðingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst svo stór hluti háskólamenntaðrar stéttar velur sér annan starfsvettvang eftir langt og dýrt nám. Getur verið að þetta unga fólk hafi valið nám í stað þess að velja starf ? Getur verið að við séum ekki að hlúa nógu vel að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru? Góður hjúkrunarfræðingur þarf að vilja snerta fólk og hlusta á fólk þar sem það er. Hvers vegna hafa svo margar af mínum bestu samstarfskonum ákveðið að fara af gólfinu og vinna við verkefnastjórnun og gæðamál? Vinna dagvinnu við skrifborðið en hætta að sinna sjúklingum? Verðum við ekki að bregðast við þessum atvinnuflótta heillar stéttar? Því er þriðji hver flugþjónn með menntun hjúkrunarfræðings en í flugi er líka unnið um nætur og á rauðum dögum? Hvers vegna fáum við ekki fólk til vinnu á nýjum hjúkrunarheimilum, og hvers vegna þurfum við endalaust að loka rúmum á háskólasjúkrahúsinu því ekki næst að manna vaktirnar hjúkrunarfræðingum? Það eru samkeppnispróf í hjúkrunarfræði en samt skilar þetta fólk sér ekki til vinnu að námi loknu. Er í lagi að eiga yfir höfði sér dómsmál þegar þú ert að gera þitt allra besta í vinnu þar sem vantar alltaf á vaktina? Gæti verið að álagið sé of mikið og launin of lág? Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú komið því í gegn að fimmta árið í námi kennara sé launað, og þá hefur aðsókn í námið aukist til muna. En þurfum við fimm ára háskólanám til að kenna börnum okkar að lesa og skrifa? Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út heilbrigðisstefnu sem er gott og gilt þó mjög margt vanti í það plagg. En við skulum ekki gleyma því að það verður ekkert heilbrigðiskerfi á Íslandi án hjúkrunarfræðinga og lækna. Við verðum að gera betur og hlúa að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru. Til hamingju með aldarafmælið, kæru hjúkrunarfræðingar, án ykkar getum við ekki eflt íslenskt heilbrigðiskerfi. Þorum að eiga þetta samtal og leysa þennan vanda saman. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tímabært að líta um öxl og horfa fram á við. Þegar ég fæddist fyrir rúmri hálfri öld var móðir mín, sveitastúlka að norðan, í vanda því ekki var fæðingarorlof eins og nú tíðkast, en hún þurfti til vinnu. Þá var gott að eiga móðursystur að sem gat hjálpað til en hjúkrunarkonan Rósa Guðmundsdóttir sem var hætt störfum vildi gæta mín, þar duttum við báðar í lukkupottinn. Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal 1899 og flutti suður til Reykjavíkur og fékk vinnu á Landspítalanum. Hana langaði að læra hjúkrun en það var bara hægt erlendis svo hún fór að ráðum lækna spítalans og beið þar til Hjúkrunarskóli Íslands var stofnaður og útskrifaðist með fyrsta árgangi þaðan. Hún var einstæð og barnlaus en framsýn og fannst gaman að annast mig sem barn og við urðum mestu mátar. Hún keypti saumavél til að sauma dúkkuföt úr sínum gömlu kjólum, handa mér, hún kenndi mér að hjóla en ég efast um að hún hafi kunnað það sjálf. Við ferðuðumst með strætó og tókum skiptimiða til að skoða hverfi borgarinnar þar sem helstu byggingar voru skoðaðar og styttur bæjarins kynntar fyrir mér. Við fórum í messu í Hallgrímskirkju á sunnudögum og tókum leigubíl í Grasagarðinn. Þegar ég var á unglingsaldri var farið í hringferð um landið sem var ógleymanleg. Alltaf var hún stolt af sinni menntun og starfi sínu sem hjúkrunarkona. Hún lagði mikla áherslu á hollt mataræði og hreyfingu, útvarpsleikfimin og passíusálmalestur í Ríkisútvarpinu var ómissandi í hennar dagskrá. Þegar ég sjálf flutti suður til að nema læknisfræði vildi hún að ég skildi mikilvægi hjúkrunar og samstarf þessara mikilvægu stétta heilbrigðiskerfisins. Hún hvatti mig til dáða við krefjandi nám á sama tíma og hún útskýrði fyrir mér að fræði okkar væru stöðugt að breytast og að ristillinn væri spegill sálarinnar. Að horfa á heilbrigði mannsins sem endalausa áskorun þar sem forvarnir skipta öllu. Að skilja og bera virðingu fyrir endalokum lífsins sem bíða okkar allra og mikilvægi hjúkrunar á þeim enda ævinnar er ekki síður göfugt verkefni. Þegar hjúkrunarfræðingur var orðið hennar starfsheiti fussaði hún og sveiaði og sló sér á lær en á hennar hurð og legsteini stendur: Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarkona. Því er það mikilvægt nú á þessum tímamótum þar sem saga Félags hjúkrunarfræðinga er rifjuð upp á Árbæjarsafni að horfa einnig fram á við. Á hugann leita margar spurningar sem ég finn að hún frænka mín spyr einnig: Hvers vegna er það svo að fimmti hver hjúkrunarfræðingur er farinn í önnur störf fimm árum eftir útskrift? Það hlýtur að vera eitthvað að fyrst svo stór hluti háskólamenntaðrar stéttar velur sér annan starfsvettvang eftir langt og dýrt nám. Getur verið að þetta unga fólk hafi valið nám í stað þess að velja starf ? Getur verið að við séum ekki að hlúa nógu vel að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru? Góður hjúkrunarfræðingur þarf að vilja snerta fólk og hlusta á fólk þar sem það er. Hvers vegna hafa svo margar af mínum bestu samstarfskonum ákveðið að fara af gólfinu og vinna við verkefnastjórnun og gæðamál? Vinna dagvinnu við skrifborðið en hætta að sinna sjúklingum? Verðum við ekki að bregðast við þessum atvinnuflótta heillar stéttar? Því er þriðji hver flugþjónn með menntun hjúkrunarfræðings en í flugi er líka unnið um nætur og á rauðum dögum? Hvers vegna fáum við ekki fólk til vinnu á nýjum hjúkrunarheimilum, og hvers vegna þurfum við endalaust að loka rúmum á háskólasjúkrahúsinu því ekki næst að manna vaktirnar hjúkrunarfræðingum? Það eru samkeppnispróf í hjúkrunarfræði en samt skilar þetta fólk sér ekki til vinnu að námi loknu. Er í lagi að eiga yfir höfði sér dómsmál þegar þú ert að gera þitt allra besta í vinnu þar sem vantar alltaf á vaktina? Gæti verið að álagið sé of mikið og launin of lág? Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú komið því í gegn að fimmta árið í námi kennara sé launað, og þá hefur aðsókn í námið aukist til muna. En þurfum við fimm ára háskólanám til að kenna börnum okkar að lesa og skrifa? Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út heilbrigðisstefnu sem er gott og gilt þó mjög margt vanti í það plagg. En við skulum ekki gleyma því að það verður ekkert heilbrigðiskerfi á Íslandi án hjúkrunarfræðinga og lækna. Við verðum að gera betur og hlúa að jafn mikilvægri stétt og hjúkrunarfræðingar eru. Til hamingju með aldarafmælið, kæru hjúkrunarfræðingar, án ykkar getum við ekki eflt íslenskt heilbrigðiskerfi. Þorum að eiga þetta samtal og leysa þennan vanda saman. Höfundur er formaður læknaráðs Landspítala.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun