Raðklúður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:30 Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ekki er ofmælt að Fréttablaðið hafi í leiðurum lengst af talað fyrir daufum eyrum í umfjöllun um skelfilega bresti í réttarkerfinu sem birtust eftir hrun, ekki síst með stofnun embættis sérstaks saksóknara. Grunsemdir um að ákveðið hafi verið að klína glæpum á fólk, sem lá vel við höggi og einstaka stjórnmálamenn og háværar raddir í samélaginu völdu til að hengja í hæsta gálga hafa nú fengið byr undir báða vængi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrskurðir Mannréttindadómstóls Evrópu endurspegla raðklúður, sem styður tilfinninguna um að dómararnir í landinu hafi flotið með, fundið til nýrrar ábyrgðarkenndar og reynt að „standa í stykkinu“ við að gera upp hrunið. Mannréttindadómstóllinn staðfestir að góðar reglur hafi verið látnar víkja æ ofan í æ. Þó að Mannréttindadómstóllinn taki ekki endilega á efnisatriðum mála og skeri ekki úr um sekt eða sýknu, gefa umvandanir hans tilefni til að draga sorglegar niðurstöður margra mála í efa. Ábyrgðin er mikil því hverjum einasta dómi fylgir harmleikur, sem snertir miklu fleiri en þá dæmdu. „Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á stundu sem þessari, bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar,“ skrifaði Styrmir Þór Bragason, sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í máli sem kennt hefur verið við Exeter, þegar niðurstaða Mannréttindadómstólsins lá fyrir í vikunni. Þann daginn bættust enn tvær fréttir í safnið frá Mannréttindadómstólnum um raðklúðrið í íslenska dómskerfinu: „Mig langar að tileinka þennan sigur börnunum mínum sem þurftu að upplifa ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila á meðan á þessu máli stóð,“ bætti Styrmir við. Annar maður, sem var í svipaðri stöðu eftir annan úrskurð Mannréttindadómstólsins, skrifaði blaðinu í tölvupósti: „Ég hef lært mikið um mig og lífið sjálft síðustu ár. Ég vil að börnin mín séu stolt af því að vera Íslendingar. Það er erfitt að innræta þeim það. Okkar samfélag ætlar seint að draga lærdóm af því sem gerðist með upplýstri umræðu. Mannréttindadómstóllinn staðfestir hvert klúðrið á fætur öðru og enginn sætir ábyrgð.“ Fréttablaðið – og miðlar sem því tengdust til skamms tíma – getur verið stolt af því að hafa maldað í móinn, litið á mál frá fleiri en einni hlið og varað við hugsanlegu offorsi meðan mest gekk á í réttarsölunum. Það var ekki alltaf létt verk. Flestir fjölmiðlar landsins stóðu þéttan vörð um kerfið, saksóknarann og dómstólana. Einmitt kerfið sem þeim ber að vakta. Þeir féllu í þá gryfju að finna handhafa sannleikans, sem yfirleitt fyrirfinnst ekki – ekki einu sinni hjá þeim sem fara með opinbert vald og hafa reikult almenningsálitið með sér.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun