Trump gæti náð endurkjöri með lægra hlutfalli atkvæða en síðast Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 11:12 Trump forseti hefur undanfarið reynt að kynda upp í stuðningsmönnum sínum með því að ala á kynþáttahyggju. Margir hvítir kjósendur veittu honum stuðning sinn vegna harðlínustefnu hans í innflytjendamálum. Vísir/Getty Forskot sem Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur í fjölda kjörmanna gæti þýtt að hann gæti náð endurkjöri þrátt fyrir að hann fengi enn lægra hlutfall atkvæða á landsvísu en árið 2016. Þá vann hann þrátt fyrir að hafa fengið færri atkvæði en Hillary Clinton. Þetta leiðir greining New York Times á skoðanakönnum og fyrri kosningaúrslitum í ljós. Vinsældir Trump forseta hafa verið um og yfir fjörutíu prósentum um margra mánaða skeið í skoðanakönnunum og segist iðulega rúmur meirihluti hafa vanþóknun á störfum hans. Það þýðir þó ekki að vonir hans um endurkjör í forsetakosningum á næsta ári séu úr sögunni. Í Bandaríkjunum er forseti ekki kosinn beinni kosningu heldur fá ríkin svonefnda kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fær alla kjörmenn þess. Kjörmennirnir kjósa svo forsetann. Þannig vann Trump sigur í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum færri atkvæði en Clinton á landsvísu. Trump fékk 46,1% atkvæða gegn 48,2% Clinton. Einn af lyklunum að sigri Trump var að kjósendum hans var dreift á skilvirkari hátt fyrir kjörmannaráðið. Þannig vann hann alla kjörmenn ríkja eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu þrátt fyrir nauman sigur á Clinton. Stórsigur Clinton í fjölmennu ríki eins og Kaliforníu gagnaðist henni aftur á móti ekki meira en hefði hún rétt haft Trump undir.Bandarískir forseta geta verið kjörnir þrátt fyrir að þeir fái minnihluta atkvæða á landsvísu. Það gerðist síðast árið 2016 og 2000.Vísir/GettyGæti fengið allt að fimm prósentustigum færri atkvæði Það sem greining New York Times leiðir í ljós er að þó að stuðningur við Trump sé ekki almennur þá sé honum enn dreift á hagstæðan hátt til að fá sem flesta kjörmenn. Þrátt fyrir fjölda hneykslismála og umdeildra atvika hafi vinsældir forsetans haldist stöðugar. Bæti hann þær tölur lítillega gæti hann náð endurkjöri þrátt fyrir að hann fengi enn lægra hlutfall greiddra atkvæða á landsvísu en fyrir þremur árum. Munurinn á hlutfallskosningunni annars vegar og fjölda kjörmanna hins vegar gæti orðið enn meiri verði kjörsókn mikil. Forsetinn gæti við þær aðstæður náð meirihluta kjörmanna þrátt fyrir að demókratar bættu verulega við sig atkvæðum á landsvísu. Bandaríska blaðið áætlar að Trump gæti fengið allt að fimm prósentustigum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans og samt unnið sigur. Þetta þýðir þó ekki að Trump eigi sigurinn vísan. Hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf hans er undir 50% í ríkjum sem gefa samtals meira en 270 kjörmenn og meirihluta í kjörmannaráðinu, þar á meðal í ríkjum í norðurhluta landsins sem voru lykillinn að sigri hans árið 2016. „Eitt og sér gerir hlutfallslegt forskot forsetans í kjörmannaráðinu hann ekki endilega sigurstranglegastan,“ skrifar Nate Cohen, sérfræðingur New York Times í skoðanakönnunum, kosningum og lýðfræði.Ómögulegt að segja um mögulegt forskot Ekki er þó allir sannfærðir um ályktun New York Times. Nate Silver, ritstjóri vefsíðunnar Five Thirty Eight sem vinnur meðal annars kosningaspár, segir það líklega rétt að Trump njóti forskots í kjörmannaráðinu eins og hann hafi augljóslega gert árið 2016. Silver efast aftur á móti um að hægt sé að fullyrða á þessari stundu hvort að það forskot verði stærra, minna eða ekki til staðar árið 2020. „Ef það eru nokkur ríki sem líta út fyrir að geta fallið þá er það mun sterkara fyrir demókrata en ef þeir hefðu aðeins eina leið til að ná 270 [kjörmönnum], sérstaklega ef þessi ríki eru lýðfræðilega ólík innbyrðis,“ tísti Silver um greiningu New York Times.Also you need to look at things probabilistically. If there are several states that look like the potential tipping point state, that's a lot more robust for Democrats than if they have just one path to 270, especially if those states are unique from one another demographically.— Nate Silver (@NateSilver538) July 19, 2019 Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, deildi sambærilegri greiningu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á að Trump gæti mögulega náð endurkjöri þrátt fyrir að rúmur meirihluti kjósenda hafnaði honum. Stöðin telur að Trump gæti tapað kosningunni á landsvísu með allt að fimm milljón atkvæðum en samt haft sigur. „Leggjum kjörmannaráðið af,“ tísti Sanders.Abolish the Electoral College. https://t.co/eVI5QdrWbu— Bernie Sanders (@BernieSanders) July 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Forskot sem Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur í fjölda kjörmanna gæti þýtt að hann gæti náð endurkjöri þrátt fyrir að hann fengi enn lægra hlutfall atkvæða á landsvísu en árið 2016. Þá vann hann þrátt fyrir að hafa fengið færri atkvæði en Hillary Clinton. Þetta leiðir greining New York Times á skoðanakönnum og fyrri kosningaúrslitum í ljós. Vinsældir Trump forseta hafa verið um og yfir fjörutíu prósentum um margra mánaða skeið í skoðanakönnunum og segist iðulega rúmur meirihluti hafa vanþóknun á störfum hans. Það þýðir þó ekki að vonir hans um endurkjör í forsetakosningum á næsta ári séu úr sögunni. Í Bandaríkjunum er forseti ekki kosinn beinni kosningu heldur fá ríkin svonefnda kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fær alla kjörmenn þess. Kjörmennirnir kjósa svo forsetann. Þannig vann Trump sigur í forsetakosningunum árið 2016 þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum færri atkvæði en Clinton á landsvísu. Trump fékk 46,1% atkvæða gegn 48,2% Clinton. Einn af lyklunum að sigri Trump var að kjósendum hans var dreift á skilvirkari hátt fyrir kjörmannaráðið. Þannig vann hann alla kjörmenn ríkja eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu þrátt fyrir nauman sigur á Clinton. Stórsigur Clinton í fjölmennu ríki eins og Kaliforníu gagnaðist henni aftur á móti ekki meira en hefði hún rétt haft Trump undir.Bandarískir forseta geta verið kjörnir þrátt fyrir að þeir fái minnihluta atkvæða á landsvísu. Það gerðist síðast árið 2016 og 2000.Vísir/GettyGæti fengið allt að fimm prósentustigum færri atkvæði Það sem greining New York Times leiðir í ljós er að þó að stuðningur við Trump sé ekki almennur þá sé honum enn dreift á hagstæðan hátt til að fá sem flesta kjörmenn. Þrátt fyrir fjölda hneykslismála og umdeildra atvika hafi vinsældir forsetans haldist stöðugar. Bæti hann þær tölur lítillega gæti hann náð endurkjöri þrátt fyrir að hann fengi enn lægra hlutfall greiddra atkvæða á landsvísu en fyrir þremur árum. Munurinn á hlutfallskosningunni annars vegar og fjölda kjörmanna hins vegar gæti orðið enn meiri verði kjörsókn mikil. Forsetinn gæti við þær aðstæður náð meirihluta kjörmanna þrátt fyrir að demókratar bættu verulega við sig atkvæðum á landsvísu. Bandaríska blaðið áætlar að Trump gæti fengið allt að fimm prósentustigum færri atkvæði en mótframbjóðandi hans og samt unnið sigur. Þetta þýðir þó ekki að Trump eigi sigurinn vísan. Hlutfall þeirra sem eru ánægðir með störf hans er undir 50% í ríkjum sem gefa samtals meira en 270 kjörmenn og meirihluta í kjörmannaráðinu, þar á meðal í ríkjum í norðurhluta landsins sem voru lykillinn að sigri hans árið 2016. „Eitt og sér gerir hlutfallslegt forskot forsetans í kjörmannaráðinu hann ekki endilega sigurstranglegastan,“ skrifar Nate Cohen, sérfræðingur New York Times í skoðanakönnunum, kosningum og lýðfræði.Ómögulegt að segja um mögulegt forskot Ekki er þó allir sannfærðir um ályktun New York Times. Nate Silver, ritstjóri vefsíðunnar Five Thirty Eight sem vinnur meðal annars kosningaspár, segir það líklega rétt að Trump njóti forskots í kjörmannaráðinu eins og hann hafi augljóslega gert árið 2016. Silver efast aftur á móti um að hægt sé að fullyrða á þessari stundu hvort að það forskot verði stærra, minna eða ekki til staðar árið 2020. „Ef það eru nokkur ríki sem líta út fyrir að geta fallið þá er það mun sterkara fyrir demókrata en ef þeir hefðu aðeins eina leið til að ná 270 [kjörmönnum], sérstaklega ef þessi ríki eru lýðfræðilega ólík innbyrðis,“ tísti Silver um greiningu New York Times.Also you need to look at things probabilistically. If there are several states that look like the potential tipping point state, that's a lot more robust for Democrats than if they have just one path to 270, especially if those states are unique from one another demographically.— Nate Silver (@NateSilver538) July 19, 2019 Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont og frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, deildi sambærilegri greiningu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á að Trump gæti mögulega náð endurkjöri þrátt fyrir að rúmur meirihluti kjósenda hafnaði honum. Stöðin telur að Trump gæti tapað kosningunni á landsvísu með allt að fimm milljón atkvæðum en samt haft sigur. „Leggjum kjörmannaráðið af,“ tísti Sanders.Abolish the Electoral College. https://t.co/eVI5QdrWbu— Bernie Sanders (@BernieSanders) July 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira