Erlent

86 Bosníumúslimar jarðaðir eftir hryllilegan atburð fyrir 27 árum

Eiður Þór Árnason skrifar
Sum líkin fundust ekki fyrr en á síðasta ári.
Sum líkin fundust ekki fyrr en á síðasta ári. Getty/Anadolu Agency
Þúsundir ættingja frá Bosníu og víðs vegar úr Evrópu söfnuðust saman í þorpinu Hambarine í Bosníu og Hersegóvínu í dag, þar sem greftrun 86 Bosníumúslima fór fram. Jarðarförin fer fram 27 árum eftir að fólkinu var banað í einum hryllilegasta atburði Bosníustríðsins. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.

Fórnarlömbin voru mörg hver í haldi í fangabúðum nálægt bænum Prijedor á meðan stríðið gekk yfir. Þau voru skotin til bana af herliði Bosníuserba í ágúst 1992 á meðan þau stóðu á brún Koricani hamra í miðri Bosníu og var síðan hent ofan í hundrað metra hátt gljúfrið.

Ellefu fyrrverandi lögreglumenn hafa verið sakfelldir fyrir glæpinn, þar á meðal Darko Mrdja sem var dæmdur í sautján ára fangelsi af Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Hinir voru sakfelldir af stríðsdómstól í Bosníu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×