Lífið

Reyndu að greina á milli vegan og ekki vegan matvæla

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Keppendur þefa af mozzarella osti og reyna að greina hvort hann sé vegan eða ekki.
Keppendur þefa af mozzarella osti og reyna að greina hvort hann sé vegan eða ekki. skjáskot/youtube
Íslenska YouTube rásin kósý. birti í dag myndband af nokkrum einstaklingum sem kepptust við að greina hvort að matvörur væru vegan eða ekki.

Keppendurnir gæddu sér meðal annars á þurrkuðu kjöti og vegan útgáfunni af því, mozzarella osti og súkkulaðibitakökum. Það reyndist erfiðara en að segja það.

kósý. er nýr netmiðill sem kemur til með að framleiða afþreyingarefni fyrir Íslendinga á öllum helstu miðlum landsins. Instagram, Facebook, Twitter og YouTube en hér að neðan má sjá sjöunda myndband þessa spennandi miðils.


Tengdar fréttir

Reyndu að greina á milli þekktrar vöru og lággjaldavöru

Nú hefur verið sett á laggirnar YouTube síðan kósý. og er síðan íslensk. Rásin minnir óneitanlega á erlendar YouTube-síður á borð við Cut en í fyrsta þætti voru gestir kósý. beðnir um að opna kókoshnetu.

Báru saman mismunandi smjatt

Íslenska YouTube rásin kósý. fékk til sín nokkra einstaklinga sem annaðhvort var ætlað að smjatta eða að dæma til um smjatt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×