Af hverju drusla? Kolfinna Tómasdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:15 Þann 27. júlí n.k. verður Druslugangan gengin á Íslandi í níunda skipti. Gangan hefst við Hallgrímskirkju kl. 14:00 og endar á Austurvelli þar sem við taka ræður og tónlistaratriði. Druslugangan boðar endalok nauðgunarmenningar með því að færa ábyrgð kynferðisofbeldis af þolendum og yfir á gerendur. Með göngunni er vakin athygli á því að þolendur eigi aldrei að bera ábyrgð eða skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af neinu tagi. Það eru gerendur einir sem eiga að axla ábyrgð. En hvers vegna göngum við Druslugönguna? Er það ekki sjálfgefið að gerendur eigi að gjalda fyrir gjörðir sínar? Er virkilega enn þörf á jafnréttistengdum málefnum á Íslandi og af hverju eru einstaklingar upp til hópa að kalla sig druslur?Upptök Fyrsta Druslugangan var gengin þann 3. apríl 2011 í Toronto, Kanada, eftir að lögreglustjóri borgarinnar lagði til að konur ættu ekki að klæða sig eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað. Það er grafalvarlegt mál að einstaklingur sem á að tryggja öryggi allra borgara færi þessa ábyrgð og skömm yfir á þolendur, enda sat heimurinn ekki á sér. Í kjölfarið af mótmælunum í Toronto spruttu upp mótmæli út um allan heim þar sem hópur kvenna klæddu sig eins og „druslur“ til að vekja athygli á fáránleika ummælanna. Fljótlega þróuðust mótmælin í skipulagðar og reglulegar Druslugöngur þar sem heilu réttarkerfunum var mótmælt, en þau eiga það gjarnan til að vernda ekki brotaþola eins vel og þau gætu.Nauðgunarmenning Íslands Á Íslandi á að ríkja mesta jafnrétti í heimi. Þrátt fyrir það finnst hér kvenfyrirlitning, mismunun og nauðgunarmenning. Þessi vandamál eru gjarnan tekin úr samhengi í umræðunni eða lítið gert úr þeim, en þau eru grafalvarleg og þau þarf að uppræta. Í nýrri fræðigrein Finnborgar Salome Steinþórsdóttur nýdoktors og Gyðu Margrétar Pétursdóttur, dósents við Háskóla Íslands, kemur fram að kynferðislegt ofbeldi sé „norm“ á Íslandi. Ábyrgð ofbeldisins er færð yfir á brotaþola en gerandinn er afsakaður. Í greininni kemur fram að helstu einkenni nauðgunarmenningar séu normalísering á kynferðislegu ofbeldi og orðræða sem setur ábyrgðina á brotaþola, afsakar gjörðir ofbeldismanna og dregur brotin í efa. Í greininni kemur einnig fram að tíðni kynferðisbrota, sem og aðgerðarleysi ríkisvaldsins, varpi ljósi á hvernig nauðganir eru normalíseraðar. Samfélagið er meðvitað um að þetta vandamál sé til staðar en á sama tíma er lítið gert til að sporna við því. Litið er á nauðganir sem umflýjanlegar, eitthvað sem hægt er að forðast ef maður passar sig bara nógu vel. Hafa ber í huga að vandinn er kynbundinn, þar sem konur eru meirihluti brotaþola og karlar meirihluti gerenda. Eins og fram kemur í fræðigreininni viðhalda þessi valdatengsl kerfisbundinni undirskipun kvenna í samfélaginu, líkt og Stundin fjallaði um fyrr í þessum mánuði. Einstaklingur á aldrei rétt á kynlífi, hvort sem það er innan eða utan sambands. Kynlíf byggir, undir öllum kringumstæðum, á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þeirra einstaklinga sem taka þátt í því. Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða. Á sama tíma býður útlit eða klæðaburður einstaklings ekki upp á ofbeldi. Að halda öðru fram er nauðgunarmenning.Stafrænt kynferðisofbeldi Á tímum þar sem tæknin er allsráðandi hefur heimurinn tekið breytingum og kynferðisofbeldi er þar ekki undaskilið. Það virðist þó oft vefjast fyrir fólkið hvernig stafrænt kynferðisofbeldi geti yfir höfuð verið til og hvernig það fari fram. Setjum málið í einfalt samhengi. Ef einhver samþykkir að sofa hjá þér er viðkomandi ekki að samþykkja að sofa hjá öllum vinum þínum. Þegar þú skoðar nektarmynd sem dreift er án samþykkis ertu þátttakandi í ofbeldinu. Þú átt ekki rétt á líkama einhvers þó að þú sért með mynd af einhverjum í símanum þínum og að sama skapi berð þú ekki ábyrgð á því ef myndir af þér fara á flakk. Skilum skömminni á réttan stað og hættum að gjaldfella alvarleika stafræns kynferðisofbeldis á þeim grundvelli að sá sem sendi nektarmynd átti að passa sig betur hvert hann sendi þær. Það er alfarið á ábyrgð móttakanda að virða það traust sem sendandi veitti honum.Viðhorf heimsins Í fljótu bragði virðist það sjálfgefið að nauðgari skuli sæta refsingu fyrir gjörðir sínar og að þolandi eigi að fá bæði stuðning og góða sálarhjálp eftir brotið. Það er því miður ekki meginreglan. Of fáir þolendur kynferðisbrota kæra brotin og misvel virðist staðið að rannsókn í kynferðisbrotamálum. Lágt ákæruhutfall er í málaflokknum og sönnunarstaðan í kynferðisbrotamálum er jafnframt erfið. Ein af hverjum átta konum á Íslandi hefur orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Meirihluti brotaþola leitar ekki til lögreglu og á sama tíma eiga brotaþoli og samfélagið sjálft erfitt með að sætta sig við það að vinur, maki eða annar sem er hluti af lífi þolanda sé fær um að nauðga. Í augum margra er það ekki „alvöru nauðgun“ nema gerandinn sé ókunnugur einstaklingur sem ráðist á brotaþola í skjóli nætur, dragi hann inn í húsasund og beiti vopni við verknaðinn. Víða í heiminum má finna fólk í valdastöðum sem dregur kynferðisafbrot og alvarleika þeirra í efa og beinir skömminni að þolendum. Öldungardeildarþingmaður Idaho sagði árið 2012 að hann vonaði að kona, sem væri nauðgað og þyrfti í kjölfarið að fara í þungunarrof, myndi hitta á lækni sem spyrði hvort barnið væri örugglega getið eftir naugðun, til að ganga úr skugga um hvort það hefði ekki komið undir innan hjónabands. Hann virðist því ekki geta treyst konum til þess að meta það sjálfar hvort þeim hafi verið nauðgað eða ekki. Liz Jones hjá Daily Mail sagði að Rihanna byði uppá ofbeldi með klæðaburði sínum og hegðun, eftir að Chris Brown réðst á hana. Fyrrum Varnarmálaráðherra Hong Kong, Lai Tung-kwok, gaf út að ungar konur ættu ekki að drekka svona mikið því þá væru minni líkur á að þeim yrði nauðgað. Repúblíkaninn Todd Akin telur fóstureyðingar í kjölfar nauðgunar ekki réttlætanlegar og segir þær afar sjaldgæfar þar sem að kvenlíkaminn komi í veg fyrir þungun ef um „alvöru nauðgun“ er að ræða. Í Delhi hópnauðguninni og morði um árið sagði Asaram Bapu, indverskur sálarleiðtogi, að þolandinn hefði verið jafn sekur og gerendur. Að hún hefði getað beðið þá um að hætta, enda hefði það bjargað bæði sjálfsvirðingu hennar og lífi. Þetta eru örfá af þeim óteljandi dæmum sem til eru um viðhorf til nauðgana.Krafan um breytingar Með þeirri sýn sem virðist oft vera gagnvart nauðgunum eiga brotaþolar gjarnan erfitt með að meðtaka hvað hefur komið fyrir, enda passar veruleikinn ekki inn í þá birtingarmynd sem samfélagið hefur mótað þegar kemur að nauðgunum. Það þýðir að brotaþolar leita sér síður hjálpar sem getur orsakað gríðarlega vanlíðan og haft í för með sér fleiri fylgikvilla til margra ára. Áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíði, vefjagigt og svo margt annað eru dæmi um langvarandi afleiðingar sem geta fylgt kynferðisofbeldi. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af hinu opinbera og þolendur kynferðisofbeldis eru misvel í stakk búnir að greiða þennan kostnað, ef þeir á annað borð þora að leita sér hjálpar. Í heimi þar sem fólk efast um raunveruleika nauðgunar og annars kynferðisofbeldis og bregst við með spurningum á borð við “Var það nú samt í alvöru þannig?”, “Ertu ekki bara að misskilja þetta?”, eða “Æ hann er svo næs gæji, var þetta ekki bara óvart?” er ekki skrítið að þolendur veigri sér frá því að segja frá og leita sér hjálpar. Þetta eru ekki ásættanleg viðbrögð og við getum gert betur. Við þurfum að gera betur. Að opna sig um kynferðisofbeldi getur verið eitt það erfiðasta sem þolendur gera og við verðum að trúa þeim ef við ætlum að útrýma þeirri nauðgunarmenningu sem enn fær að vaxa hér á landi. Við verðum að leggja okkur fram við að öðlast betri skilning og hætta að kóa með ofbeldismönnum, grínistum með svokallaða meinlausa karlrembu-nauðgunarbrandara og orðræðu sem stuðlar að ofbeldi. Við verðum að segja stopp. Það er mikilvægt að muna að kynferðislegt ofbeldi á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Nauðgun, nauðgunartilraun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðisleg áreitni, ofbeldi í nánum samböndum og ofsóknir eru einungis dæmi um þá flóru birtingarmynda sem til er. Í heimi þar sem konum er sagt að ganga um með piparúða í veskinu, leggja bílnum ekki of langt frá áfangastað eða ganga í fylgd karlmanns í bænum um helgar er mikilvægt að við höfum hátt. Ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna og skömmin á ekki heima þar. Það er mikilvægt að við berum virðingu fyrir hvoru öðru og munum að allir eiga sig sjálfir. Það á enginn að skammast sín fyrir að klæða sig upp, fá sér vín og fara út að skemmta sér. Klæðnaður, hegðun, ölvun eða annað fas þolenda er ekki réttlæting á kynferðisofbeldi. Það er ekkert í heiminum sem réttlætir kynferðisofbeldi. Með því að vera drusla tökum við druslustimpilinn úr höndum þeirra sem nota hann til að afsaka ofbeldi. Ég hvet þolendur, gerendur, aðstandendur, eldra fólk, yngra fólk, stjórnmálamenn, lögreglumenn, lögmenn og þig til að mæta á laugardaginn. Stöndum með þolendum og verum stoltar druslur. Færum skömmina heim. Allir þeir sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta.Allir þeir sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730. Grein þessi birtist fyrst á Rómi þann 23.07.2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Jafnréttismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 27. júlí n.k. verður Druslugangan gengin á Íslandi í níunda skipti. Gangan hefst við Hallgrímskirkju kl. 14:00 og endar á Austurvelli þar sem við taka ræður og tónlistaratriði. Druslugangan boðar endalok nauðgunarmenningar með því að færa ábyrgð kynferðisofbeldis af þolendum og yfir á gerendur. Með göngunni er vakin athygli á því að þolendur eigi aldrei að bera ábyrgð eða skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af neinu tagi. Það eru gerendur einir sem eiga að axla ábyrgð. En hvers vegna göngum við Druslugönguna? Er það ekki sjálfgefið að gerendur eigi að gjalda fyrir gjörðir sínar? Er virkilega enn þörf á jafnréttistengdum málefnum á Íslandi og af hverju eru einstaklingar upp til hópa að kalla sig druslur?Upptök Fyrsta Druslugangan var gengin þann 3. apríl 2011 í Toronto, Kanada, eftir að lögreglustjóri borgarinnar lagði til að konur ættu ekki að klæða sig eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað. Það er grafalvarlegt mál að einstaklingur sem á að tryggja öryggi allra borgara færi þessa ábyrgð og skömm yfir á þolendur, enda sat heimurinn ekki á sér. Í kjölfarið af mótmælunum í Toronto spruttu upp mótmæli út um allan heim þar sem hópur kvenna klæddu sig eins og „druslur“ til að vekja athygli á fáránleika ummælanna. Fljótlega þróuðust mótmælin í skipulagðar og reglulegar Druslugöngur þar sem heilu réttarkerfunum var mótmælt, en þau eiga það gjarnan til að vernda ekki brotaþola eins vel og þau gætu.Nauðgunarmenning Íslands Á Íslandi á að ríkja mesta jafnrétti í heimi. Þrátt fyrir það finnst hér kvenfyrirlitning, mismunun og nauðgunarmenning. Þessi vandamál eru gjarnan tekin úr samhengi í umræðunni eða lítið gert úr þeim, en þau eru grafalvarleg og þau þarf að uppræta. Í nýrri fræðigrein Finnborgar Salome Steinþórsdóttur nýdoktors og Gyðu Margrétar Pétursdóttur, dósents við Háskóla Íslands, kemur fram að kynferðislegt ofbeldi sé „norm“ á Íslandi. Ábyrgð ofbeldisins er færð yfir á brotaþola en gerandinn er afsakaður. Í greininni kemur fram að helstu einkenni nauðgunarmenningar séu normalísering á kynferðislegu ofbeldi og orðræða sem setur ábyrgðina á brotaþola, afsakar gjörðir ofbeldismanna og dregur brotin í efa. Í greininni kemur einnig fram að tíðni kynferðisbrota, sem og aðgerðarleysi ríkisvaldsins, varpi ljósi á hvernig nauðganir eru normalíseraðar. Samfélagið er meðvitað um að þetta vandamál sé til staðar en á sama tíma er lítið gert til að sporna við því. Litið er á nauðganir sem umflýjanlegar, eitthvað sem hægt er að forðast ef maður passar sig bara nógu vel. Hafa ber í huga að vandinn er kynbundinn, þar sem konur eru meirihluti brotaþola og karlar meirihluti gerenda. Eins og fram kemur í fræðigreininni viðhalda þessi valdatengsl kerfisbundinni undirskipun kvenna í samfélaginu, líkt og Stundin fjallaði um fyrr í þessum mánuði. Einstaklingur á aldrei rétt á kynlífi, hvort sem það er innan eða utan sambands. Kynlíf byggir, undir öllum kringumstæðum, á kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þeirra einstaklinga sem taka þátt í því. Ef samþykki er ekki fyrir hendi er um nauðgun að ræða. Á sama tíma býður útlit eða klæðaburður einstaklings ekki upp á ofbeldi. Að halda öðru fram er nauðgunarmenning.Stafrænt kynferðisofbeldi Á tímum þar sem tæknin er allsráðandi hefur heimurinn tekið breytingum og kynferðisofbeldi er þar ekki undaskilið. Það virðist þó oft vefjast fyrir fólkið hvernig stafrænt kynferðisofbeldi geti yfir höfuð verið til og hvernig það fari fram. Setjum málið í einfalt samhengi. Ef einhver samþykkir að sofa hjá þér er viðkomandi ekki að samþykkja að sofa hjá öllum vinum þínum. Þegar þú skoðar nektarmynd sem dreift er án samþykkis ertu þátttakandi í ofbeldinu. Þú átt ekki rétt á líkama einhvers þó að þú sért með mynd af einhverjum í símanum þínum og að sama skapi berð þú ekki ábyrgð á því ef myndir af þér fara á flakk. Skilum skömminni á réttan stað og hættum að gjaldfella alvarleika stafræns kynferðisofbeldis á þeim grundvelli að sá sem sendi nektarmynd átti að passa sig betur hvert hann sendi þær. Það er alfarið á ábyrgð móttakanda að virða það traust sem sendandi veitti honum.Viðhorf heimsins Í fljótu bragði virðist það sjálfgefið að nauðgari skuli sæta refsingu fyrir gjörðir sínar og að þolandi eigi að fá bæði stuðning og góða sálarhjálp eftir brotið. Það er því miður ekki meginreglan. Of fáir þolendur kynferðisbrota kæra brotin og misvel virðist staðið að rannsókn í kynferðisbrotamálum. Lágt ákæruhutfall er í málaflokknum og sönnunarstaðan í kynferðisbrotamálum er jafnframt erfið. Ein af hverjum átta konum á Íslandi hefur orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Meirihluti brotaþola leitar ekki til lögreglu og á sama tíma eiga brotaþoli og samfélagið sjálft erfitt með að sætta sig við það að vinur, maki eða annar sem er hluti af lífi þolanda sé fær um að nauðga. Í augum margra er það ekki „alvöru nauðgun“ nema gerandinn sé ókunnugur einstaklingur sem ráðist á brotaþola í skjóli nætur, dragi hann inn í húsasund og beiti vopni við verknaðinn. Víða í heiminum má finna fólk í valdastöðum sem dregur kynferðisafbrot og alvarleika þeirra í efa og beinir skömminni að þolendum. Öldungardeildarþingmaður Idaho sagði árið 2012 að hann vonaði að kona, sem væri nauðgað og þyrfti í kjölfarið að fara í þungunarrof, myndi hitta á lækni sem spyrði hvort barnið væri örugglega getið eftir naugðun, til að ganga úr skugga um hvort það hefði ekki komið undir innan hjónabands. Hann virðist því ekki geta treyst konum til þess að meta það sjálfar hvort þeim hafi verið nauðgað eða ekki. Liz Jones hjá Daily Mail sagði að Rihanna byði uppá ofbeldi með klæðaburði sínum og hegðun, eftir að Chris Brown réðst á hana. Fyrrum Varnarmálaráðherra Hong Kong, Lai Tung-kwok, gaf út að ungar konur ættu ekki að drekka svona mikið því þá væru minni líkur á að þeim yrði nauðgað. Repúblíkaninn Todd Akin telur fóstureyðingar í kjölfar nauðgunar ekki réttlætanlegar og segir þær afar sjaldgæfar þar sem að kvenlíkaminn komi í veg fyrir þungun ef um „alvöru nauðgun“ er að ræða. Í Delhi hópnauðguninni og morði um árið sagði Asaram Bapu, indverskur sálarleiðtogi, að þolandinn hefði verið jafn sekur og gerendur. Að hún hefði getað beðið þá um að hætta, enda hefði það bjargað bæði sjálfsvirðingu hennar og lífi. Þetta eru örfá af þeim óteljandi dæmum sem til eru um viðhorf til nauðgana.Krafan um breytingar Með þeirri sýn sem virðist oft vera gagnvart nauðgunum eiga brotaþolar gjarnan erfitt með að meðtaka hvað hefur komið fyrir, enda passar veruleikinn ekki inn í þá birtingarmynd sem samfélagið hefur mótað þegar kemur að nauðgunum. Það þýðir að brotaþolar leita sér síður hjálpar sem getur orsakað gríðarlega vanlíðan og haft í för með sér fleiri fylgikvilla til margra ára. Áfallastreituröskun, þunglyndi, kvíði, vefjagigt og svo margt annað eru dæmi um langvarandi afleiðingar sem geta fylgt kynferðisofbeldi. Sálfræðiaðstoð er ekki niðurgreidd af hinu opinbera og þolendur kynferðisofbeldis eru misvel í stakk búnir að greiða þennan kostnað, ef þeir á annað borð þora að leita sér hjálpar. Í heimi þar sem fólk efast um raunveruleika nauðgunar og annars kynferðisofbeldis og bregst við með spurningum á borð við “Var það nú samt í alvöru þannig?”, “Ertu ekki bara að misskilja þetta?”, eða “Æ hann er svo næs gæji, var þetta ekki bara óvart?” er ekki skrítið að þolendur veigri sér frá því að segja frá og leita sér hjálpar. Þetta eru ekki ásættanleg viðbrögð og við getum gert betur. Við þurfum að gera betur. Að opna sig um kynferðisofbeldi getur verið eitt það erfiðasta sem þolendur gera og við verðum að trúa þeim ef við ætlum að útrýma þeirri nauðgunarmenningu sem enn fær að vaxa hér á landi. Við verðum að leggja okkur fram við að öðlast betri skilning og hætta að kóa með ofbeldismönnum, grínistum með svokallaða meinlausa karlrembu-nauðgunarbrandara og orðræðu sem stuðlar að ofbeldi. Við verðum að segja stopp. Það er mikilvægt að muna að kynferðislegt ofbeldi á sér fjölbreyttar birtingarmyndir. Nauðgun, nauðgunartilraun, stafrænt kynferðisofbeldi, kynferðisleg áreitni, ofbeldi í nánum samböndum og ofsóknir eru einungis dæmi um þá flóru birtingarmynda sem til er. Í heimi þar sem konum er sagt að ganga um með piparúða í veskinu, leggja bílnum ekki of langt frá áfangastað eða ganga í fylgd karlmanns í bænum um helgar er mikilvægt að við höfum hátt. Ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna og skömmin á ekki heima þar. Það er mikilvægt að við berum virðingu fyrir hvoru öðru og munum að allir eiga sig sjálfir. Það á enginn að skammast sín fyrir að klæða sig upp, fá sér vín og fara út að skemmta sér. Klæðnaður, hegðun, ölvun eða annað fas þolenda er ekki réttlæting á kynferðisofbeldi. Það er ekkert í heiminum sem réttlætir kynferðisofbeldi. Með því að vera drusla tökum við druslustimpilinn úr höndum þeirra sem nota hann til að afsaka ofbeldi. Ég hvet þolendur, gerendur, aðstandendur, eldra fólk, yngra fólk, stjórnmálamenn, lögreglumenn, lögmenn og þig til að mæta á laugardaginn. Stöndum með þolendum og verum stoltar druslur. Færum skömmina heim. Allir þeir sem vilja leita sér hjálpar geta leitað til Bjarkarhlíðar og Stígamóta.Allir þeir sem vilja leggja Druslugöngunnni lið geta greitt frjáls framlög á reikning göngunnar 0101-26-100839 kt. 580711-0730. Grein þessi birtist fyrst á Rómi þann 23.07.2019.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar