Sérstaki rannsakandinn ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 08:23 Ólíklegt er talið að Mueller svari spurningum þingmanna með öðru en því sem kemur fram í skýrslu hans um rannsóknina. Vísir/EPA Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, kemur fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings til að bera vitni um rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Fyrst kemur Mueller fyrir dómsmálanefnd fulltrúardeildarinnar klukkan 12:30 að íslenskum tíma og síðan fyrir leyniþjónustunefndina klukkan 16:00. Þetta verður í fyrsta skipti sem hann verður spurður opinberlega út í rannsókn hans. Mueller var skipaður yfirmaður rannsóknar sem alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið höfðu í gangi í maí 2017 eftir að Donald Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af kosningunum, meintu samráði framboðs Trump við þá og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Rannsóknin stóð yfir í tæp tvö ár og voru niðurstöður hennar að mestu gerðar opinberar á skírdag. Mueller sagðist ekki geta sýnt fram á að glæpsamlegt samsæri hafi átt sér stað á milli Rússa og framboðs Trump en lýsti fjölda samskipta starfsmanna framboðsins við rússneska aðila. Þá tók rannsakandinn ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Ástæðan var álit dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Dró Mueller þess í stað upp ellefu dæmi í skýrslu sinni um gjörðir Trump sem túlka mætti sem tilraunir til að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mueller, sem er fyrrverandi forstjóri FBI og repúblikani, hefur nær ekkert tjáð sig opinberlega um rannsóknina. Hann hélt óvænt blaðamannafund í lok maí þar sem hann dró stuttlega saman meginniðurstöður sínar og gaf sterklega í skyn að hann kærði sig ekki um að þurfa að bera vitni fyrir þingnefnd. Á þeim tíma höfðu komið fram fréttir um að Mueller væri ósáttur við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra Trump, hefði greint frá efni skýrslunnar. Ólíklegt er talið að Mueller fari út fyrir efni rannsóknarskýrslu sinnar í vitnisburðinum í dag. Dómsmálaráðuneytið hefur meðal annars skipað honum að tjá sig ekki um hluta skýrslunnar sem leynd hefur ekki verið létt af. Þá er Mueller sagður tregur til að láta þingmenn úr hvorum flokknum sem er nota sig í áróðursskyni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39 Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Mueller: Kom ekki til greina að ákæra Trump vegna stefnu ráðuneytisins Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði lokið störfum. Á blaðamannafundinum tjáði hann sig í fyrsta skipti eftir að skýrsla hans um meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa og tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar var birt. 29. maí 2019 15:39
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11