Lífið

Hollenski leikarinn Rutger Hauer látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Hauer á góðri stundu.
Hauer á góðri stundu. Getty/Stuart C. Wilson
Hollenski leikarinn Rutger Hauer sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Blade Runner, Sin City, Batman Begins og True Blood, er látinn 75 ára að aldri.

Umboðsmaður leikarans tilkynnti um andlát hans í dag og sagði Hauer hafa látist síðasta föstudag eftir stutta baráttu við ótilgreindan sjúkdóm. Útför Hauer fór fram í dag.

Eftirminnilegasta hlutverk Hauer er óumdeilanlega túlkun hans á Roy Batty í kvikmynd Ridley Scott, Blade Runner þar sem Hauer lék á móti stórstjörnunni Harrison Ford.

Leiklistarferill Hauer hófst árið 1969 og starfaði hann við leiklist allt til ársins í ár en síðasta myndin sem hann lék í var Viy 2: Journey to China sem enn hefur ekki komið út. Þar lék Hauer ásamt stórstjörnunum Jackie Chan, Charles Dance og Arnold Schwarzenegger. Myndin er samvinnuverkefni rússneskra og kínverskra framleiðanda.

Sjá má brot af leik Hauer í Blade Runner hér að neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×