Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 23:00 Guðlaugur Þór og Boris á fundi NATO árið 2017 EPA/ Stephanie LeCOCQ „Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til. Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. Guðlaugur sem hitt hefur Boris margoft, sérstaklega á meðan Boris gegndi embætti utanríkisráðherra Bretlands á árunum 2016-2018 segir að engin ástæða sé til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert en Boris hefur verið kallaður trúður, hirðfífl og sagt að undir hans stjórn fari allt á verri veg. Guðlaugur er eins og segir ósammála þeirri orðræðu en viðurkennir að Boris Johnson bíði erfitt verkefni. „Það hefur sjaldan verið jafn krefjandi að taka við þessu embætti og nú. Það verður ekki bara krefjandi fyrir Bretland heldur Evrópu og heiminn allan. Boris var einn þeirra stjórnmálamanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og hefur sagt að Brexit fari fram ekki síðar en 31. Október næstkomandi og að skynsamlegt sé að fara að búa sig undir útgöngu án samnings við Evrópusambandið. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld hafa búið sig, eins vel og unnt er, undir áhrif þess ef Bretar yfirgefa ESB án samnings. „Við höfum verið í miklum samskiptum við Breta, Evrópusambandið og EFTA ríkin,“ sagði Guðlaugur. „Ef viðskiptahindranir verða í nánustu framtíð mun það koma niður á öllum, ekki bara á Bretlandi heldur líka á Írlandi og Benelúx löndunum,“ segir Guðlaugur Þór sem bætti við að eins og staðan sé í dag selji ESB mikið mun meira inn til Bretlands en Bretland til ESB.Þurfum við að hafa einhverjar stórar áhyggjur?„Eins og staðan er núna er alls ekki hægt að útiloka að það verði viðskiptahindranir. Ég held að þær muni alltaf leysast á einhverjum tíma en sá tími getur kostað ýmislegt, störf og hagvöxt,“ segir Guðlaugur Þór.Guðlaugur segist þá vona að nýir ráðamenn Bretlands og Evrópusambandsins muni setjast að samningaborðinu og hugsa meira í lausnum en gert hefur verið í viðræðum hingað til.
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira