Eigandi Los Angeles Clippers er vægast sagt mjög spenntur fyrir tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2019 13:00 Framtíðarforysta Los Angeles Clippers. Talið frá vinstri: Lawrence Frank, þjálfarinn Doc Rivers, Paul George, Kawhi Leonard og eignandinn Steve Ballmer. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer er einn skemmtilegast eigandinn í NBA-deildinni í körfubolta og karlinn hefur líka fulla ástæðu þessa dagana til að vera hress og kátur. Lið hans Los Angeles Clippers var sigurvegarinn á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í sumar þegar það sannfærði Kawhi Leonard um að semja við félagið og fékk síðan að auki Paul George í skiptum frá Oklahoma City Thunder. Í gær kynnti Los Angeles Clippers þessa tvo frábæru leikmenn sína og það er óhætt að segja að Steve Ballmer hafi átt erfitt með að halda aftur af sér fyrir spenningi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Steve Ballmer byrjaði þennan sögulega kynningarfund..@Steven_Ballmer's energy for his team is unmatched. (??: @NBATV)pic.twitter.com/3kQtMvDHcb — Front Office Sports (@frntofficesport) July 24, 2019Los Angeles Clippers liðið þykir sigurstranglegasta lið deildarinnar en liðið hefur aldrei unnið NBA-titilinn og ekki einu sinni komist í lokaúrslitin. Clippers liðið tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð og vann síðast einvígi í úrslitakeppninni árið 2015. Þá komst liðið í undanúrslit í Vesturdeildarinnar sem var jöfnun á besta árangri félagsins frá upphafi.Steve Ballmer is REALLY fired up pic.twitter.com/VWkz53CneU — ESPN (@espn) July 24, 2019Steve Ballmer er 63 ára gamall og er metinn á yfir 42 milljarða Bandaríkjadala. Í október 2018 var hann talinn vera átjándi ríkasti maður heims. Hann eignaðist Los Angeles Clippers liðið árið 2014 en það kostaði hann tvo milljarða Bandaríkjadala eða 245 milljarða íslenskra króna. Steve Ballmer er mjög sýnilegur á leikjum liðsins og tekur virkan þátt í þeim á hliðarlínunni. Hann er vinsæll eignandi og það eru margir sem fagna því að hann eigi nú loksins lið sem getur farið alla leið og unnið langþráðan NBA-titil.pic.twitter.com/JO4PQLhfyu — LA Clippers (@LAClippers) July 24, 2019 NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Steve Ballmer er einn skemmtilegast eigandinn í NBA-deildinni í körfubolta og karlinn hefur líka fulla ástæðu þessa dagana til að vera hress og kátur. Lið hans Los Angeles Clippers var sigurvegarinn á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í sumar þegar það sannfærði Kawhi Leonard um að semja við félagið og fékk síðan að auki Paul George í skiptum frá Oklahoma City Thunder. Í gær kynnti Los Angeles Clippers þessa tvo frábæru leikmenn sína og það er óhætt að segja að Steve Ballmer hafi átt erfitt með að halda aftur af sér fyrir spenningi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Steve Ballmer byrjaði þennan sögulega kynningarfund..@Steven_Ballmer's energy for his team is unmatched. (??: @NBATV)pic.twitter.com/3kQtMvDHcb — Front Office Sports (@frntofficesport) July 24, 2019Los Angeles Clippers liðið þykir sigurstranglegasta lið deildarinnar en liðið hefur aldrei unnið NBA-titilinn og ekki einu sinni komist í lokaúrslitin. Clippers liðið tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð og vann síðast einvígi í úrslitakeppninni árið 2015. Þá komst liðið í undanúrslit í Vesturdeildarinnar sem var jöfnun á besta árangri félagsins frá upphafi.Steve Ballmer is REALLY fired up pic.twitter.com/VWkz53CneU — ESPN (@espn) July 24, 2019Steve Ballmer er 63 ára gamall og er metinn á yfir 42 milljarða Bandaríkjadala. Í október 2018 var hann talinn vera átjándi ríkasti maður heims. Hann eignaðist Los Angeles Clippers liðið árið 2014 en það kostaði hann tvo milljarða Bandaríkjadala eða 245 milljarða íslenskra króna. Steve Ballmer er mjög sýnilegur á leikjum liðsins og tekur virkan þátt í þeim á hliðarlínunni. Hann er vinsæll eignandi og það eru margir sem fagna því að hann eigi nú loksins lið sem getur farið alla leið og unnið langþráðan NBA-titil.pic.twitter.com/JO4PQLhfyu — LA Clippers (@LAClippers) July 24, 2019
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum