Innlent

Breyta staðsetningu hjólahreystibrautar vegna mótmæla íbúa

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá svæðinu þar sem hjólabrautin átti að rísa.
Frá svæðinu þar sem hjólabrautin átti að rísa. Vísir/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur horfið frá þeim hugmynd að setja upp hjólahreystibraut á túnið með fram strandlengjunni við Sörlaskjól. Þetta ákvað borgin eftir að hafa mætt mikilli óánægju íbúa við Sörlaskjól og Faxaskjól sem settu sig upp á móti þessari framkvæmd. Töldu þeir þessa hjólabraut raska friði og náttúrunni á þessu svæði.

Hugmyndin um hjólahreystibrautina var lögð fram á vefnum Hverfið mitt þar sem hægt er að stinga upp á hugmyndum sem íbúar síðan kjósa um. Upphaflega var stungið upp á þessari hjólahreystibraut við Grandaskóla sem var samþykkt í kosningu en áður en kosningu lauk hafnaði skólastjóri Grandaskóla að þessi braut fengi að rísa þar.

Myndir af fyrirhugaðri framkvæmd.Reykjavíkurborg
Ákvað borgin þá að færa brautina á túnið við Sörlaskjól án þess að segja íbúum hverfisins frá því. Íbúarnir ráku síðan upp stór augu þegar þeir sáu vinnuvélar á svæðinu og fengu síðan upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Íbúarnir mótmæltu þessari fyrirhuguðu hjólahreystibraut harðlega og ákvað borgin í kjölfarið að hverfa frá þessari fyrirætlunum og leitar nú að öðrum stað sem passar betur undir þessa braut.


Tengdar fréttir

Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði

Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×