Fótbolti

Eiður: Líður eins og við höfum tapað 5-0

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eiður Aron var frábær í kvöld
Eiður Aron var frábær í kvöld vísir
Eiður Aron Sigurbjörnsson var hundfúll með 1-1 jafntefli Vals við búlgörsku meistarana í Ludogorets í forkeppni Evrópudeildar UEFA á Origovellinum á Hlíðarenda í kvöld.

Valur komst yfir snemma leiks með marki frá Lasse Petry en Abel Anicet jafnaði metin í uppbótartíma.

„Mér fannst þetta frábær leikur af okkar hálfu. Þetta lið er með þrjú þúsund meira fjármagn á milli handanna en við og við stóðum frábærlega í þeim. Þeir töpuðu ekki neitt en fá svo mark þarna á 93. mínútu og mér líður eins og við höfum tapað 5-0 ég er svo fúll,“ sagði Eiður Aron eftir leikinn en hann bar fyrirliðaband Vals í kvöld.

„Það er dýrt að fá á sig útivallarmark og það gerir svo ótrúlega mikið fyrir þá, við erum bara grautfúlir með þetta.“

„En þetta var bara flottur leikur og við getum verið stoltir af þessu.“

Eftir frábæra vörn allan seinni hálfleikinn, hvað fór úrskeiðis í markinu? „Talning inni í teig held ég. Þeir eru búnir að liggja á okkur í 45 mínútur í seinni og það er eitthvað smá einbeitingarleysi þarna, þeir eru með gæði og refsa.“

Það er þó enn allt opið í einvíginu, seinni leikurinn fer fram að viku liðinni í Búlgaríu.

„Markmiðið fyrir leikinn var að eiga raunverulega möguleika í seinni leiknum á að fara áfram og möguleikinn er klárlega til staðar,“ sagði Eiður Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×