Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar