Samningsbrot í íþróttum algeng: Dæmi um að samningum barnshafandi kvenna sé rift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir er stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/stöð 2 Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00
Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00