Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 22:55 Acosta vildi ekki svara því beint hvort hann sæi eftir ákvörðuninni um að fella ákæruna á hendur Epstein niður. AP/Alex Brandon Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði. Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði.
Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16