Rafmagnsskortur og orkustefna Guðmundur Ingi Ásmundsson skrifar 11. júlí 2019 07:00 Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar