Reisa Hólmgarð aftur til fyrri dýrðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2019 14:30 Ásgeir Örn Hlöðversson er eigandi fyrirtækisins Jakobssynir ehf. sem fer með eignarhaldið á Hólmgarði 34, sögufrægu húsi í rótgrónu hverfi. Eftir margra ára niðurníðslu er loksins að færast líf í húsið. Vísir/vilhelm Aðstandendur framkvæmdanna að Hólmgarði 34 í Reykjavík slógu upp lítilli veislu í dag. Nú styttist í að líf færist aftur í húsið og geta nágrannar farið að búa sig undir að konditori-ilmur muni leika um hverfið innan nokkurra mánaða. „Við vorum að loka húsinu fyrir veðri og vindum og það er fullt tilefni til að fagna því,“ segir Ásgeir Örn Hlöðversson sem hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Óhætt er að fullyrða að Hólmgarður 34 sé sögufrægur. Húsið var lengi helsti verslunarkjarni Bústaðahverfis og upp úr miðri síðustu öld mátti þar finna mjólkurverslun, rakarastofu, efnalaug, bókabúð og verslun með nýlendurvörur. Með innreið stærri verslunarkjarna og stórmarkaða fór þó að halla undan fæti hjá Hólmgarði og hefur hann verið í hálfgerri niðurníðslu um árabil. Húsið hefur verið vannýtt, ef frá er talið rými á jarðhæð hússins þar sem skátafélagið Garðbúar hefur haft aðstöðu. Þá hefur slæðingur af hústökufólki jafnframt búið sér stundum næturstað í Hólmgarði, við misjafna hrifningu nágranna. Á vormánuðum var þessari þróun hins vegar snúið við. Eftir að hafa keypt út aðra eigendur að húsnæðinu hóf Ásgeir Örn viðamiklar endurbætur á húsnæðinu.Hólmgarður 34, áður en framkvæmdirnar hófust. Skátafélagið Garðbúar hafði aðstöðu í vesturenda hússins, sem er til hægri á myndinni.ja.isLego-framkvæmdir Í stað þess að rífa Hólmgarð var hannað gríðarlegt stálvirki sem sett var utan á húsnæðið - „sem grípur allt húsið niður í jörð. Við festum stálbita á steyptu veggina og gátum þannig byggt tvær hæðir ofan á húsið. Þá gátum við einnig nýtt steypta þakplötu yfir fyrstu hæðinni og fyrir vikið byggðum við í raun nýtt hús ofan á gamla húsið,“ útskýrir Ásgeir. Innan í stálvirkið voru svo settar timbureiningar sem smíðaðar voru í öðrum helmingi hússins, „þær voru í raun „Lego-aðar inn,“ eins og Ásgeir orðar það. Fyrir vikið er nú næstum risið þriggja hæða hús á tæplega hálfu ári og gera áætlanir ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið eftir um tvo mánuði. Skátarnir eru nú þegar fluttir inn á jarðhæðina og segir Ásgeir að fyrirhugað sé að þeir fái nágranna áður en langt um líður. Í húsinu er gert ráð fyrir 10 til 15 íbúðum, að jafnaði um 80 til 100 fermetrar að stærð. Aðspurður um hvað valdi þessu bili segir Ásgeir að „enn sé verið að leika sér með stærðirnar á íbúðunum á neðri hæðunum“ Þrátt fyrir það sé farið að spyrjast fyrir um íbúðirnar og þegar búið að panta alla jarðhæðina.Reist var stálgrind ofan á húsið og þakplata fyrstu hæðarinnar styrkt. Þrátt fyrir að húsið hækki um tvær hæðir er tryggð haldið við fyrra útlit.Vísir/vilhelmBrauðilm frekar en steikingarbrælu Þar er til að mynda gert ráð fyrir að opna kaffihús, svokallað konditori-bakarí, en Ásgeir er ekki tilbúinn að gefa upp á þessari stundu hvaða rekstraraðili muni taka við rýminu. Ekkert annað kaffihús er í næsta nágrenni og því áætlar Ásgeir að þetta geti orðið mikil lyftistöng fyrir hverfið. „Við vorum ekkert sérstaklega hrifin af hugmyndum um að fá veitingastað í þetta pláss með allra þeirri steikingarbrælu sem slíkum rekstri fylgir. Við vildum miklu frekar fá kaffihús og bakarí sem bakar gott brauð, því fylgir miklu betri lykt,“ segir Ásgeir. Ekki skemmi heldur fyrir að andspænis húsinu sé stór og gróðursæll garður. Þar megi sitja með veitingar á fallegum dögum á meðan börnin leika sér í leiktækjunum garðsins.Skátarnir hafa stuðst við lítinn landgang til að komast inn í húsnæðið meðan á framkvæmdunum stendur.Vísir/vilhelmÞegar komin not fyrir geymslurnar Á bak við Hólmgarð stendur röð lítilla húseininga sem einnig er búið að taka í gegn. Ásgeir segir að röðin hafi verið „gjörsamlega méluð niður“ og endurreist svo að útlit hennar sé í samræmi við hinn endurgerða Hólmgarð. Þar eru nú 10 geymslur sem fylgja íbúðunum í húsinu og segir Ásgeir að áhugasamir kaupendur sjái fyrir sér margvísleg not fyrir geymslurnar, til að mynda hafi einn í hyggju að nýta geymsluna sem vinnustofu. Sem fyrr segir er áætlað að framkvæmdum verði lokið í haust og má ætla að líf verði komið í húsið fyrir árslok.Nágrannar hafa velt fyrir sér hvað verður um skúrana sem standa á bakvið Hólmgarð, en þar verða geymslur sem fylgja með íbúðum hússins.Vísir/Vilhelm Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Aðstandendur framkvæmdanna að Hólmgarði 34 í Reykjavík slógu upp lítilli veislu í dag. Nú styttist í að líf færist aftur í húsið og geta nágrannar farið að búa sig undir að konditori-ilmur muni leika um hverfið innan nokkurra mánaða. „Við vorum að loka húsinu fyrir veðri og vindum og það er fullt tilefni til að fagna því,“ segir Ásgeir Örn Hlöðversson sem hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Óhætt er að fullyrða að Hólmgarður 34 sé sögufrægur. Húsið var lengi helsti verslunarkjarni Bústaðahverfis og upp úr miðri síðustu öld mátti þar finna mjólkurverslun, rakarastofu, efnalaug, bókabúð og verslun með nýlendurvörur. Með innreið stærri verslunarkjarna og stórmarkaða fór þó að halla undan fæti hjá Hólmgarði og hefur hann verið í hálfgerri niðurníðslu um árabil. Húsið hefur verið vannýtt, ef frá er talið rými á jarðhæð hússins þar sem skátafélagið Garðbúar hefur haft aðstöðu. Þá hefur slæðingur af hústökufólki jafnframt búið sér stundum næturstað í Hólmgarði, við misjafna hrifningu nágranna. Á vormánuðum var þessari þróun hins vegar snúið við. Eftir að hafa keypt út aðra eigendur að húsnæðinu hóf Ásgeir Örn viðamiklar endurbætur á húsnæðinu.Hólmgarður 34, áður en framkvæmdirnar hófust. Skátafélagið Garðbúar hafði aðstöðu í vesturenda hússins, sem er til hægri á myndinni.ja.isLego-framkvæmdir Í stað þess að rífa Hólmgarð var hannað gríðarlegt stálvirki sem sett var utan á húsnæðið - „sem grípur allt húsið niður í jörð. Við festum stálbita á steyptu veggina og gátum þannig byggt tvær hæðir ofan á húsið. Þá gátum við einnig nýtt steypta þakplötu yfir fyrstu hæðinni og fyrir vikið byggðum við í raun nýtt hús ofan á gamla húsið,“ útskýrir Ásgeir. Innan í stálvirkið voru svo settar timbureiningar sem smíðaðar voru í öðrum helmingi hússins, „þær voru í raun „Lego-aðar inn,“ eins og Ásgeir orðar það. Fyrir vikið er nú næstum risið þriggja hæða hús á tæplega hálfu ári og gera áætlanir ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið eftir um tvo mánuði. Skátarnir eru nú þegar fluttir inn á jarðhæðina og segir Ásgeir að fyrirhugað sé að þeir fái nágranna áður en langt um líður. Í húsinu er gert ráð fyrir 10 til 15 íbúðum, að jafnaði um 80 til 100 fermetrar að stærð. Aðspurður um hvað valdi þessu bili segir Ásgeir að „enn sé verið að leika sér með stærðirnar á íbúðunum á neðri hæðunum“ Þrátt fyrir það sé farið að spyrjast fyrir um íbúðirnar og þegar búið að panta alla jarðhæðina.Reist var stálgrind ofan á húsið og þakplata fyrstu hæðarinnar styrkt. Þrátt fyrir að húsið hækki um tvær hæðir er tryggð haldið við fyrra útlit.Vísir/vilhelmBrauðilm frekar en steikingarbrælu Þar er til að mynda gert ráð fyrir að opna kaffihús, svokallað konditori-bakarí, en Ásgeir er ekki tilbúinn að gefa upp á þessari stundu hvaða rekstraraðili muni taka við rýminu. Ekkert annað kaffihús er í næsta nágrenni og því áætlar Ásgeir að þetta geti orðið mikil lyftistöng fyrir hverfið. „Við vorum ekkert sérstaklega hrifin af hugmyndum um að fá veitingastað í þetta pláss með allra þeirri steikingarbrælu sem slíkum rekstri fylgir. Við vildum miklu frekar fá kaffihús og bakarí sem bakar gott brauð, því fylgir miklu betri lykt,“ segir Ásgeir. Ekki skemmi heldur fyrir að andspænis húsinu sé stór og gróðursæll garður. Þar megi sitja með veitingar á fallegum dögum á meðan börnin leika sér í leiktækjunum garðsins.Skátarnir hafa stuðst við lítinn landgang til að komast inn í húsnæðið meðan á framkvæmdunum stendur.Vísir/vilhelmÞegar komin not fyrir geymslurnar Á bak við Hólmgarð stendur röð lítilla húseininga sem einnig er búið að taka í gegn. Ásgeir segir að röðin hafi verið „gjörsamlega méluð niður“ og endurreist svo að útlit hennar sé í samræmi við hinn endurgerða Hólmgarð. Þar eru nú 10 geymslur sem fylgja íbúðunum í húsinu og segir Ásgeir að áhugasamir kaupendur sjái fyrir sér margvísleg not fyrir geymslurnar, til að mynda hafi einn í hyggju að nýta geymsluna sem vinnustofu. Sem fyrr segir er áætlað að framkvæmdum verði lokið í haust og má ætla að líf verði komið í húsið fyrir árslok.Nágrannar hafa velt fyrir sér hvað verður um skúrana sem standa á bakvið Hólmgarð, en þar verða geymslur sem fylgja með íbúðum hússins.Vísir/Vilhelm
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira