Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 14:35 Donald Trump tilkynnti afsögn Acosta áður en hann hélt í opinbera heimsókn til Wisconsin og Ohio. AP/Andrew Harnik Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. AP greinir frá. Epstein, sem sakaður er um að hafa beitt mikinn fjölda stúlkna undir lögaldri kynferðisofbeldi og greitt þeim fyrir að finna ný fórnarlömb, slapp frá lengri fangelsisvist vegna samskonar mála árið 2008 þegar hann samdi við yfirvöld árið 2008. Epstein samdi við saksóknarann í Miami í Flórída um að alríkisákærur yrði felldar niður en í stað þess skyldi Epstein gangast við ríkisákærum og verja 13 mánuðum í fangelsi. Saksóknarinn sem sá um samninginn var Alexander Acosta.Samdi án þess að láta fórnarlömb Epstein vita Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá þessu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í dag, með Acosta sér við hlið. Trump sagði eftirsjá af Acosta sem hafi verið afbragðs atvinnumálaráðherra. Þá tók Trump það fram að hann hafi ekki beðið Acosta um að stíga til hliðar. Acosta sagði að það væri ekki rétt að láta málaflokkinn líða fyrir þá gagnrýni sem hann hlyti. Frekar skyldi hann stíga til hliðar en ekki geta sinnt starfi sínu að fullu. Afsögnin fer formlega í gegn að sjö dögum liðnum. Frá því að umræðan um samning Acosta og Epstein árið 2008 blossaði upp að nýju hafa þingmenn úr röðum Demókrataflokksins sí og æ kallað eftir afsögn ráðherrans. Sögðu þingmenn samninginn hafa verið ólöglegan vegna formgalla en Acosta mun ekki hafa látið fórnarlömb Epstein vita af samningnum þegar hann var gerður.Trump og Acosta höfðu báðir á undanförnum dögum varið Atvinnumálaráðherrann og hvatti forsetinn Acosta til þess að útskýra gjörðir sínar á blaðamannafundi sem hann og gerði. Þar sagði Acosta að hann og starfsfólk hans hafi gert það rétta í stöðunni og hafi gert það sem þurfti til þess að koma Epstein á bak við lás og slá.Spurður hvort hann sæi eftir atburðunum 2008 sagði Acosta: „Það eru tólf ár liðin og margt búið að gerast, heimurinn í dag er gjörólíkur þeim árið 2008.“Ánægður með að Epstein fari aftur á bak við lás og slá Þegar ákærur á hendur Epstein voru birtar af saksóknurum í New York í vikunni sagðist Acosta vera ánægður með ákvörðun saksóknara. Á Twitter síðu sinni sagði Acosta að glæpir Epstein væru hræðilegir.The crimes committed by Epstein are horrific, and I am pleased that NY prosecutors are moving forward with a case based on new evidence. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Með þeim sönnunargögnum sem ákæruvaldið hafði undir höndum fyrir áratug síðan, kröfðust saksóknarar að Epstein yrði sendur bak við lás og slá, gert að skrá sig sem kynferðisbrotamann og heimurinn skyldi vita af því,“ skrifaði Acosta.With the evidence available more than a decade ago, federal prosecutors insisted that Epstein go to jail, register as a sex offender and put the world on notice that he was a sexual predator. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Nú þegar ný sönnunargögn og vitnisburðir hafa komið fram í málinu hefur ákæruvaldið í New York enn betra tækifæri til þess að láta réttlætið sigra,“ skrifaði Acosta einnig.Now that new evidence and additional testimony is available, the NY prosecution offers an important opportunity to more fully bring him to justice. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 Alexander Acosta tók við atvinnumálaráðherrastólnum snemma árs 2017, áður en að því kom hafði hann eins og áður sagði verði saksóknari í Miami og hafði verið deildarforseti lagadeildar Florida International háskólans.Thank you, @POTUS. pic.twitter.com/Q9bxwmzKQM— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 12, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. AP greinir frá. Epstein, sem sakaður er um að hafa beitt mikinn fjölda stúlkna undir lögaldri kynferðisofbeldi og greitt þeim fyrir að finna ný fórnarlömb, slapp frá lengri fangelsisvist vegna samskonar mála árið 2008 þegar hann samdi við yfirvöld árið 2008. Epstein samdi við saksóknarann í Miami í Flórída um að alríkisákærur yrði felldar niður en í stað þess skyldi Epstein gangast við ríkisákærum og verja 13 mánuðum í fangelsi. Saksóknarinn sem sá um samninginn var Alexander Acosta.Samdi án þess að láta fórnarlömb Epstein vita Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá þessu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í dag, með Acosta sér við hlið. Trump sagði eftirsjá af Acosta sem hafi verið afbragðs atvinnumálaráðherra. Þá tók Trump það fram að hann hafi ekki beðið Acosta um að stíga til hliðar. Acosta sagði að það væri ekki rétt að láta málaflokkinn líða fyrir þá gagnrýni sem hann hlyti. Frekar skyldi hann stíga til hliðar en ekki geta sinnt starfi sínu að fullu. Afsögnin fer formlega í gegn að sjö dögum liðnum. Frá því að umræðan um samning Acosta og Epstein árið 2008 blossaði upp að nýju hafa þingmenn úr röðum Demókrataflokksins sí og æ kallað eftir afsögn ráðherrans. Sögðu þingmenn samninginn hafa verið ólöglegan vegna formgalla en Acosta mun ekki hafa látið fórnarlömb Epstein vita af samningnum þegar hann var gerður.Trump og Acosta höfðu báðir á undanförnum dögum varið Atvinnumálaráðherrann og hvatti forsetinn Acosta til þess að útskýra gjörðir sínar á blaðamannafundi sem hann og gerði. Þar sagði Acosta að hann og starfsfólk hans hafi gert það rétta í stöðunni og hafi gert það sem þurfti til þess að koma Epstein á bak við lás og slá.Spurður hvort hann sæi eftir atburðunum 2008 sagði Acosta: „Það eru tólf ár liðin og margt búið að gerast, heimurinn í dag er gjörólíkur þeim árið 2008.“Ánægður með að Epstein fari aftur á bak við lás og slá Þegar ákærur á hendur Epstein voru birtar af saksóknurum í New York í vikunni sagðist Acosta vera ánægður með ákvörðun saksóknara. Á Twitter síðu sinni sagði Acosta að glæpir Epstein væru hræðilegir.The crimes committed by Epstein are horrific, and I am pleased that NY prosecutors are moving forward with a case based on new evidence. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Með þeim sönnunargögnum sem ákæruvaldið hafði undir höndum fyrir áratug síðan, kröfðust saksóknarar að Epstein yrði sendur bak við lás og slá, gert að skrá sig sem kynferðisbrotamann og heimurinn skyldi vita af því,“ skrifaði Acosta.With the evidence available more than a decade ago, federal prosecutors insisted that Epstein go to jail, register as a sex offender and put the world on notice that he was a sexual predator. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 „Nú þegar ný sönnunargögn og vitnisburðir hafa komið fram í málinu hefur ákæruvaldið í New York enn betra tækifæri til þess að láta réttlætið sigra,“ skrifaði Acosta einnig.Now that new evidence and additional testimony is available, the NY prosecution offers an important opportunity to more fully bring him to justice. — Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019 Alexander Acosta tók við atvinnumálaráðherrastólnum snemma árs 2017, áður en að því kom hafði hann eins og áður sagði verði saksóknari í Miami og hafði verið deildarforseti lagadeildar Florida International háskólans.Thank you, @POTUS. pic.twitter.com/Q9bxwmzKQM— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 12, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55 Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Heitt er undir atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna sem var saksóknari sem felldi niður ákæru á hendur Jeffrey Epstein fyrir rúmum áratug. Hann reyndi að verja sig á blaðamannafundi í dag. 10. júlí 2019 22:55
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16