Forstjóri Lufthansa gagnrýnir hræódýra flugmiða Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 12:15 Vélar á vegum Ryanair og Lufthansa á flugbraut í Frankfurt. Getty/Bloomberg Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa gagnrýnir keppinauta sína fyrir óábyrga verðlagningu flugsæta. Fjöldi evrópskra flugfélaga berst nú í bökkum vegna síharðnandi samkeppni sem keyrð er áfram af lækkandi fargjöldum. Til að mynda er hægt að kaupa flugsæti aðra leiðina frá Berlín til Búdapest, Barcelona eða Rómar fyrir minna en 10 evrur hjá hinu írska Ryanair, sem á gengi dagsins eru um 1400 krónur. Slík verðlagning er þó forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr, ekki að skapi. Hún sé rekstrar- og umhverfislega óábyrg. „Flug fyrir minna en 10 evrur ætti ekki að fyrirfinnast,“ segir Spohr í samtali við svissneska dagblaðið NZZ am Sonntag. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu séu þannig að „tapa gríðarlegum fjárhæðum“ í baráttunni um aukna markaðshlutdeild í Þýskalandi að sögn Spohr. Þýskalandsmarkaður er, eðli máls samkvæmt, mikilvægur hinu þýska Lufthansa og hefur flugfélagið lækkað afkomuspá sína fyrir árið 2019. Í tilkynningu félagsins vegna lækkunarinnar var helsta ástæðan sögð vera aukin samkeppni frá þýskum og austurrískum lággjaldaflugfélögum. „Enginn mun þrýsta okkur út af kjarnasvæðunum okkar,“ segir Spohr en bætir þó við að verðstríðið hafi þó sannarlega sett mark sitt á rekstur Lufthansa.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00