Tiger segist þurfa að bæta járnaspilið fyrir Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2019 17:00 Tiger Woods hefur unnið 15 risatitla á ferlinum vísir/getty Tiger Woods segist þurfa að skerpa á leik sínum ef hann ætlar að gera atlögu að öðrum risatitli sínum á tímabilinu þegar Opna breska risamótið hefst á fimmtudag. Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í apríl. Síðan þá hefur Woods aðeins tekið þátt í þremur mótum, enda er hinn 43 ára Tiger farinn að dreifa álaginu til þess að lengja í ferlinum. Á blaðamannafundi í dag talaði Woods um að hann væri ánægður með stutta spilið sitt en þurfi að æfa járnið betur og einbeita sér að þeim höggum sem hann þarf til þess að eiga við breytilegar veðuraðstæður á vellinum á Norður-Írlandi. „Spilið mitt er ekki alveg eins beitt og ég vildi að það væri núna,“ sagði Woods. „Snertingin á flötunum er alveg eins og ég þarf að hafa hana, en ég þarf að ná formi golfkúlunnar aðeins betur en núna. Sérstaklega þegar vindurinn er svona breytilegur.“ „Ég náði góðri æfingu í langskotum í dag, vonandi næ ég annarri á morgun.“ Eftir Mastersmótið hefur Tiger aðeins spilað á PGA risamótinu, The Memorial mótinu á PGA mótaröðinni og Opna bandaríska. „Á síðasta ári spilaði ég of mikið. Ég tók þátt í 17 mótum og var alltaf að reyna að vinna mér inn þátttökurétt á hinum og þessum mótum.“ „Á þessu ári tók ég meðvitaða ákvörðun um að minnka við mig til þess að passa að ég spili ekki of mikið. Ég vil spila eins lengi og ég get, og ef ég spila of mikið þá mun ég ekki geta haldið áfram lengi.“ Tiger Woods er á meðal síðustu manna til þess að hefja leik á fyrsta hring á Opna breska á fimmtudag. Hann á rástíma rétt eftir klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 að morgni fimmtudagsins 18. júlí. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods segist þurfa að skerpa á leik sínum ef hann ætlar að gera atlögu að öðrum risatitli sínum á tímabilinu þegar Opna breska risamótið hefst á fimmtudag. Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu í apríl. Síðan þá hefur Woods aðeins tekið þátt í þremur mótum, enda er hinn 43 ára Tiger farinn að dreifa álaginu til þess að lengja í ferlinum. Á blaðamannafundi í dag talaði Woods um að hann væri ánægður með stutta spilið sitt en þurfi að æfa járnið betur og einbeita sér að þeim höggum sem hann þarf til þess að eiga við breytilegar veðuraðstæður á vellinum á Norður-Írlandi. „Spilið mitt er ekki alveg eins beitt og ég vildi að það væri núna,“ sagði Woods. „Snertingin á flötunum er alveg eins og ég þarf að hafa hana, en ég þarf að ná formi golfkúlunnar aðeins betur en núna. Sérstaklega þegar vindurinn er svona breytilegur.“ „Ég náði góðri æfingu í langskotum í dag, vonandi næ ég annarri á morgun.“ Eftir Mastersmótið hefur Tiger aðeins spilað á PGA risamótinu, The Memorial mótinu á PGA mótaröðinni og Opna bandaríska. „Á síðasta ári spilaði ég of mikið. Ég tók þátt í 17 mótum og var alltaf að reyna að vinna mér inn þátttökurétt á hinum og þessum mótum.“ „Á þessu ári tók ég meðvitaða ákvörðun um að minnka við mig til þess að passa að ég spili ekki of mikið. Ég vil spila eins lengi og ég get, og ef ég spila of mikið þá mun ég ekki geta haldið áfram lengi.“ Tiger Woods er á meðal síðustu manna til þess að hefja leik á fyrsta hring á Opna breska á fimmtudag. Hann á rástíma rétt eftir klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 5:30 að morgni fimmtudagsins 18. júlí.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti