Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 18:45 Jeppinn hefur verið til prófunar í nágrenni Langjökuls. Vísir/Sighvatur Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent